Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 64
Tímarit Máls og menningar millistéttarinnar væri píp og eina leiðin út úr þeim andlegu þrengslum sem einkenndu líf þeirrar stéttar væri leið byltingarinnar, leiðin til hins nýja lífs. Kannski hefur Anton gamli Tsjékhof snúið sér oft við í gröfinni meðan á þessum æfingum stóð, en við töldum okkur trú um að hann hefði gerst bandamaður okkar ef hann hefði komið til okkar og sett sig inn í málin einsog þau litu út frá okkar bæjardyrum. Leikritið sjálft var óbreytt, varla haggað stafkrók í textanum, en búinn til einskonar rammi um verkið. Þegar leikhúsgestir komu í anddyri hússins blasti við þeim dæmigerð kúbönsk millistéttarstofa frá því fyrir byltingu. Þaðan var haldið inn í salinn, og á sviðinu var önnur stofa, rússnesk, en áþekk hinni. Þeir sem áttu miða á fremsta bekk voru reknir upp á sviðið og látnir sitja þar fram að hléi sem gestir í teboði systranna þriggja. Eftir hlé sátu þeir á fremsta bekk. Þá er farið að síga mjög á ógæfuhliðina hjá systrunum og leikmyndin var látin sýna það: hún varð smám saman að rústum. Yfir þessar rústir voru áhorfendur látnir ganga að leik loknum, og leiddi þá ungur trúbadúr með gítar og söng vísur um frelsið. Áhorfendur gengu semsé í halarófu á eftir söngvaranum yfir sviðið, út um baksviðsdyrn- ar og niður stiga þar, framhjá búningsklefunum og niður í anddyrið sem hafði breytt um svip: í stað borgaralegra húsgagna og skrautmuna voru komnir rauðir fánar, veggspjöld og byltingarslagorð. Söngurinn magnaðist, áhorfendur og leikarar tóku undir og brátt voru allir komnir út á götu og farnir að dansa. Sýningin á Þremur systrum er í minnum höfð og oft vísað til hennar í greinum um leikhúsmál á Kúbu. Þetta var djarft tiltæki, en það heppnaðist, og hefði áreiðanlega hvergi heppnast nema á Kúbu. IV Tíminn líður og nú er byltingin á Kúbu orðin 25 ára. I aldarfjórðung hefur hún haldið velli þrátt fyrir aðkast og ögranir, viðskiptabann og þvinganir af hálfu nágrannans volduga í norðri sem lítur á alla álfuna sunnan Río Bravo sem bakgarð sinn og yfirráðasvæði. Mörg áföll hefur byltingin mátt þola, en alltaf hefur hún risið upp að nýju, sterkari en fyrr. Einskis hefur verið svifist í þeirri viðleitni að einangra Kúbu, efnahagslega, pólitískt, menningarlega. Samt lifir byltingin, fólkið á Kúbu býr við betri kjör en nokkru sinni fyrr í sögu landsins, og Kúba gegnir mikilvægu hlutverki í samtökum þróunar- ríkja. Og menningin blómstrar. I átta ár hef ég fylgst með þróun mála úr fjarska. Eg hef séð listirnar dafna, lesið um uppgang áhugamanna á ýmsum sviðum, t. d. í leiklist og tónlist, séð hvernig menningin verður í síauknum mæli hluti af lífi fólksins. Ótalmargt hefur gerst á þessum átta árum. Árlega 294
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.