Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar A fyrstu starfsárum sínum gerði stjórn Þjóðarflokksins margvíslegar umbætur. Aflétt var banni á gagnrýnum ritum sem fyrri stjórnvöld höfðu komið á og hætt var að ofsækja vinstrisinna. Komið var á ókeypis fram- haldsmenntun og símaþjónusta og samgöngutæki voru þjóðnýtt. Stjórnin lagði nýjan skatt á bandarísku og kanadísku báxít- og álfyrirtækin í landinu í því skyni að vinna gegn efnahagskreppunni í landinu. Á vettvangi utan- ríkismála kom Manley fram sem talsmaður Þriðja heimsins. Jamaíka lét að sér kveða á þingum Sameinuðu þjóðanna og krafðist uppstokkunar á efna- hagskerfi heimsins. Samskipti við næsta nágranna Jamaíka, Kúbu, jukust, og stjórn Þjóðarflokksins lýsti ennfremur yfir stuðningi við frelsishreyfingar í Afríku, sérstaklega MPLA í Angóla. Erlendu námuvinnslufyrirtækin og Bandaríkjastjórn brugðust við þessari þróun mála með því að grafa undan efnahagskerfinu í landinu og veita Verkamannaflokknum, Jamaica Labour Party, sem var í stjórnarandstöðu, leynilegan og opinberan stuðning. Álfyrirtækin kærðu skattaálögur stjórn- arinnar fyrir þeirri deild Alþjóðabankans sem fer með deilur út af fjárfest- ingum. Jafnframt tóku þau að flytja báxít- og álframleiðsluna frá Jamaíka til annarra landa og hlutur Jamaíka í báxítútflutningi í heiminum minnkaði verulega. Skrúfað var fyrir lán í Bandaríkjunum til Jamaíka og hvers konar aðstoð dregin til baka. I bandarískum blöðum var ferðamönnum ráðið frá því að ferðast til landsins og leiddi það til þess að ferðamönnum fækkaði töluvert, en þeir höfðu aflað landinu mikilla gjaldeyristekna. Þrátt fyrir þennan mótbyr vann Þjóðarflokkurinn glæsilegan kosninga- sigur árið 1976. Sérstaklega var nú áberandi hve flokkurinn naut yfirgnæf- andi stuðnings meðal verkalýðsstéttarinnar. Stjórn Manleys hélt áfram umbótastefnu sinni, lagði nýja skatta á hátekjufólk, þjóðnýtti Barclay’s Bank og tók upp viðskiptasambönd við austantjaldslöndin. En nú tók að síga á ógæfuhliðina fyrir stjórn Þjóðarflokksins. Til að vinna gegn efnahagskreppunni tók hún lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, 74 milljónir Bandaríkjadala, en það var sett að skilyrði að laun yrðu fryst, gengið á Jamaíkadollarnum lækkað um 40% og dregið verulega úr ríkisút- gjöldum. Lífskjör almennings fóru nú versnandi, Manley þótti hafa svikið fögru kosningaloforðin. Umtalsverð spilling kom í ljós hjá ýmsum ráða- mönnum í stjórnkerfinu, bæði fjármálahneyksli og leynilegar ofbeldisað- gerðir gagnvart pólitískum andstæðingum stjórnarflokksins. Við þessar aðstæður reyndist Verkamannaflokknum undir stjórn Edward Seagas auð- velt að vinna fylgi lágstéttanna. I kosningunum 1980 vann hann yfirburða- sigur, stjórnartíð Manleys var á enda. Stjórn Seagas hefur síðan unnið samkvæmt rökfræði fjármagnsins, selt fyrirtæki þau sem Manley hafði þjóðnýtt, „opnað markaðinn“ að fyrir- 300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.