Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 74
Tímarit Máls og menningar sem tónlistarmaður í rúmlega tíu ár, fyrst í ska-tónlistinni. I textum Marleys var fjallað um fátækt, ofbeldisverk og eymdina í Babylon, „steinsteypu- frumskóginum“, „blóðsugunni sem sýgur blóð hinna hrjáðu". Þar er boðað til byltingar og lýst yfir samstöðu með frelsishreyfingum í Afríku. Með þessi yrkisefni er farið í anda rastafari-trúarbragðanna og guðinn Jah er hvarvetna nálægur. Boðskapur Marleys féll vel í kramið í því pólitíska andrúmslofti sem ríkti á fyrri hluta stjórnartímabils Manleys. Ráðamönnum var líka orðið ljóst hvílíkt aðdráttarafl Marley var orðinn. I októbermánuði 1976 komu nokkrir útsendarar Þjóðarflokksins að máli við hann og báðu hann að koma fram á útitónleikunum „Smile Jamaica“ sem menntamálaráðuneytið ætlaði að gangast fyrir þann 5. desember. Engin pólitík átti að vera með í spilinu en það var þó engin tilviljun að kosningar áttu að fara fram nokkrum dögum síðar, þann 16. desember. Marley, sem aldrei hafði blandað sér í pólitíska flokkadrætti, lét til leiðast. Sú ákvörðun reyndist hins vegar dýrkeypt. Þremur dögum fyrir tónleikana réðist sveit manna á snærum Verkamanna- flokksins með skotvopnum inn á heimili Marleys og sýndi honum banatil- ræði. Hann og kona hans, söngkonan Rita Marley, sluppu með minni háttar meiðsl en tveir vinir þeirra hlutu alvarleg skotsár. Marley og kona hans mættu á sviðið 5. desember vafin sárabindum. Bob Marley lýsti því yfir að hann mundi flytja eitt lag. Það var 90 mínútna útgáfa af lagi hans, „War“, þar sem hann segist vilja deila með öðrum því sem lífið hafi kennt sér, að þar til grundvallarmannréttindi verði öllum tryggð, heyi menn alls staðar stríð. En draumsýnir Bob Marleys áttu eftir að rekast enn frekar á raunveru- leikann. Marley kom í fyrsta sinn til Afríku síðla árs 1978. Hann hélt til fyrirheitna landsins, Eþjópíu, og hugðist vitja grafar guðsins sjálfs, hans hátignar Haile Selassie I, Ras Tafari, sem hann hafði mært í fjölmörgum söngvum. Það sem við honum blasti var nokkuð á aðra lund en hann hafði ímyndað sér. Styrjöld hafði geisað við nágrannaríkið Sómalíu og hvarvetna blasti við eymd og örbirgð. Marley komst að því að Haile Selassie hafði látist í ónáð og gröf hans var ekki einu sinni merkt. Enginn minnisvarði hafði verið reistur og Eþjópíubúar sýndu hinum látna einræðisherra opin- skáa fyrirlitningu þegar á hann var minnst. Marley, sem lést árið 1981, var fyrsta popstjarna Þriðja heimsins. Vin- sældir hans náðu til allra heimsálfa. T. d. seldust sumar hljómplötur hans í þúsundum eintaka hér á landi. I Vestur-Indíum er hann dýrkaður sem mikill spámaður. Enda þótt þeir pólitísku valkostir sem hann boðaði í textum sínum væru heldur óraunsæir kemur þar fram einlæg samúð með lítilmagnanum og þar er að finna beinskeytta gagnrýni á þær félagslegu aðstæður sem hann ólst upp við. 304
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.