Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 77
„Bettah Nevah Come“ landi. Mælandi í kvæðinu er maður af kynslóð innflytjendanna á 6. áratugn- um sem rekur sögu sína frá því að hann var verðmætt vinnuafl eftir stríðið til þess er honum var ýtt til hliðar í núverandi atvinnuleysi og kreppu. A nýjustu LP-plötu Johnsons, „Making History", eru tvö áhrifamikil ljóð um málefni Karíbahafsins. Annað, „Reggae fi Radni“, er eftirmæli um frelsishetjuna Walter Rodney frá Guyana sem myrtur var af hernum þar í landi árið 1980. Hitt, „Reggae fi Dada“, er minningarljóð um föður Johnsons en jafnframt hvöss ádeila á þær þrúgandi aðstæður sem almenn- ingur á Jamaíka býr við. I nýlegu viðtali bendir Johnson á það að þær vonir sem vöknuðu í upphafi stjórnartíðar Manleys séu nú að engu orðnar og þess gæti líka í tónlistinni: „Eg trúi því að það sé samband á milli þess sem á sér stað í samfélaginu á hverjum tíma og listrænnar tjáningar. Á Jamaíka gerist ekkert. Þjóðfélagið færist úr einni kreppunni í aðra. Stundum heyrir maður spennuna í tónlistinni sem tjáir þá átökin í samfélaginu, en yfirleitt er hún einhæf og tilbreytingarlaus vegna þess að í samfélaginu gerist ekkert sem hrærir upp í fólki. Það hugsar ekki um annað en að eiga fyrir salti í grautinn. Meðan Manley var við stjórn var mikið rætt um sósíalisma, andrúmsloftið einkenndist af byltingarsinnuðum eldmóði sem endurspeglaðist í tónlist- inni.“ Þegar litið er til baka og þróun reggítónlistarinnar metin vekur fyrst athygli hversu vel heppnaðan samruna innlendrar tónlistarhefðar og er- lendra áhrifa þar er um að ræða. Erlendu áhrifin stuðla ekki að eftiröpun og ósjálfstæði heldur verða þáttur í sérstæðri nýsköpun. Tónlistin og textagerð- in varð til þess að blása nýju lífi í menningarhefð sem hvorki er skráð á nótnahefti né bækur en hefur þróast meðal almennings mann fram af manni öldum saman. Um leið endurspeglar textagerðin breytta sjálfsvitund þar sem menningarleg vanmetakennd víkur fyrir stolti og sjálfsvirðingu. Helstu heimildir: Timothy White: Catch a Fire — The Life of Bob Marley, London 1983. F. Ambursley og R. Cohen (ritstj.): Crisis in the Caribbean, London 1983. Fred Halliday: „Cold War in the Caribbean“, New Left Reviewnr. 141, sept./okt. 1983. V.S. Naipaul: The Middle Passage, London 1982. Mervyn Morris: „People Speech — Some Dub Poets“, Race Today Review, Vol. 14 Nr. 5, 1983. Neil Spencer: „The Age of Insurreckshan", New Musical Express, 17. 3. 1984. Ernest Cashmore: Rastaman — The Rastafarian Movement in England, London 1979. 307
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.