Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 80
Tímarit Máls og menningar
Hún gæti vænst fullkomins skilnings á orðalagi sem þessu. En
dánartilkynning hennar er samt ekki í þessum anda og lýkur á
orðunum í djúpri sorg . . . Legsteininn velur hún úr dökku graníti,
og á skyggðum fleti hans mun nafn hins látna skarta í gullnum
bókstöfum undir yfirskriftinni HER HVILIR I GUÐI, innan við
ramma af úthöggnum pálmablöðum.
Og himnafaðirinn þakkar fyrir sig.
Við jarðarförina snöktir hún og þiggur samúðarkveðjurnar tárvot-
um augum. Æ, fari það kolað, segjum við, svona geta borgaralegar
siðvenjur leikið okkur grátt!
En hvað um það, ef orðin í djúpri sorg voru meint í alvöru?
Ingólfur Pálmason þýddi
Jiirgen Borchert er austur-þýskur rithöfundur, fæddur 1941 í Perleberg, tíu þúsund
manna kaupstað, miðja vegu milli Berlínar og Hamborgar. Að almennri skólagöngu
lokinni gerðist hann ljósmyndari, en lagði síðar stund á bókasafnsfræði í Leipzig og
starfaði sem bókavörður í heimabæ sínum og Schwerin, sem er aðalmenntasetur
Mecklenburgarfylkis. Hann hóf snemma að birta smápistla og hugleiðingar í
blöðum og tímaritum og 1975 gaf hann ásamt fleirum út safn slíkra pistla. Tvö söfn
af „léttu hjali“ hafa síðan séð dagsins ljós frá hans hendi: Klappensteine 1977
(endurprentað 1984) og Elefant auf der Briefwaage 1979 (endurprentað 1981). Þá
hefur Borchert einnig samið skáldsögur og þætti sögulegs efnis.
(Þýð.)