Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 87
Barnid Djennet gamla tók barnið upp. Hár hennar var snjóhvítt, en þó sá- ust í því nokkur ljós hár. Gamalt, slitið sjal sem kögrið var dottið af, var vafið um horaðan búkinn. Augun voru lítil og tindrandi, hakan breið og sterkleg og gaf henni karlmannlegan svip. „Svona, svona, munaðarleysinginn minn, sofðu ólánssama barnið mitt,“ raulaði hún, um leið og hún gekk um gólf og vaggaði barninu. „Sussu, sussu ólánsunginn minn, sussu, sussu munaðarleysinginn minn.“ Barnið hrein án afláts eins og upptrekkt brúða. „Ismail, fólk segir að þú hafir ekkert hugsað um Zölu og að hún hafi dáið úr umhirðuleysi. Að þú hafir látið hana bera kornknippi heim fram á síðasta dag. Að þú hafir hent henni inn í gripahús þegar barnið kom, og enginn til að hugsa um hana. Alein — þetta segir fólk, megi það þjást ef það lýgur.“ Skuggi féll inn í kofann. Döndu, unglingsstúlka með grannar axlir kom inn. Undir svörtum sjalvar-buxum hennar mátti greina breiðar og þreknar lendar. Augnhárin og augabrýrnar uxu mjög þétt yfir stórum augunum, svo skuggi þeirra féll á andlitið. Augnaráðið var dreymið, um varirnar lék stöðugt bros svo skein í hvítar tennurnar. Hún tók barnið af Djennet gömlu, sneri baki í þau, hneppti frá brjóstinu og bauð það barninu. Barnið tók brjóstið og þagnaði. Fyrir utan sátu tveir allsnaktir drengir. Báðir héldu á hnífi í annarri hendinni en trjágrein í hinni. Þeir voru með útstæðan og stóran kvið, en hálsar þeirra voru mjóir eins og eldspýtur. Storkin og sprungin leðja þakti þá upp að öxlum. Annar þeirra gægðist inn. „Uss, ef þú bara sæir,“ sagði hann og rak fram löngutöngina. „Hálsinn á því er alveg svona mjór.“ Hinn gægðist inn líka: „Það er alveg satt, hann er svona mjór, eins mjór og hálmstrá. Döndu er að gefa því að sjúga.“ „Ekki í alvöru. Bara til að róa það. Geta stelpur verið með mjólk í brjóstunum? Stelpa sem á ekki mann getur ekki verið með mjólk. Mamma segir það. Hún er bara að þykjast.“ „Hvað með það? Barnið grenjar alla vega ekki, það sýgur." Þeir héldu burt, tálgandi spýturnar. „Svona hefur fólk talað um þig, Ismail," sagði Djennet gamla. „Einmitt svona. Að þú hafir læst hana og barnið inni, og enginn til að gefa þeim neitt, meðan þú varst á akrinum, ekki svo mikið sem vatns- dropa. Já, Ismail, þú veist að fljótt flýgur fiskisagan. Svona er talað, 317
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.