Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar Þegar blinda konan heyrði fótatakið, sneri hún andlitinu í átt til dyranna. „Hver er þar?“ spurði hún. „Hver er að koma? Ertu með barn í fanginu? Er þetta ekki barnsrödd sem ég heyri?“ „Það er ég, amma,“ svaraði Ismail. „Fyrirgefðu, barnið mitt,“ sagði sú blinda, „en ég kem ekki fyrir mig rödd þinni.“ — „Það er ég, amma, Avsjar Ismail, ég var vinnu- maður hjá Dúrmúsj Aga.“ „Æjá,“ sagði blinda konan með blíðri og um leið biturri röddu, „allir harma Zölu svo mikið. Hjörtu okkar hafa þjáðst vegna hennar. Vesalingurinn, hún átti ekki góða ævi. Þessi halta subba, hún ætti rétt skilið að deyja fyrir Zölu og barnið. Það er sagt að hún hafi skilað barninu, er það ekki? Æjá, ef sonur minn væri hér og Huru ekki að þræla á akrinum, hefði ég tekið það vegna hennar Zölu, drengur minn. Það grætur, barnið þitt. Leggðu það í vögguna, við hliðina á litla snáðanum okkar. Ertu búinn að því? Svona, svona, móðurlausa lambið mitt, sussu bía.“ Hún ruggaði vöggunni mjúklega. „Amma, hvað á Mahmut langt eftir,“ spurði Ismail. „Hvað verður hann lengi enn í fangelsinu?“ „Svona, svona, sussu bí . . . Æ, æ!“ hrópaði gamla konan skyndilega æst. „Sonur minn, gefur stjórnin nokkurn tímann eftir þá peninga sem henni ber að fá? Gefst hún upp? Sussu bía, sussu bía . . . Eg er orðin svona gömul og ég hef aldrei séð né heyrt getið um slíkt, ekki fram á þennan dag. Svona móðurlausa lambið mitt, sussu bía . . . Það var vegaskatturinn sem hann gat ekki greitt. Svona eymdin mín, sussu bía . . . Stjórnin segir víst, ef hann borgar, sleppum við honum . . . Svona unginn minn, sussu hjartað mitt . . . Ef hann borgar ekki, þá er það hans mál. Hann afplánar dóminn til æviloka. O vesalingurinn minn litli sem ert upp á aðra kominn. Það er ekki lítil upphæð sem þeir biðja um, drengur minn. Ómögulegt að safna henni saman. Svona, svona, munaðarleys- inginn minn, sussu bía . . . Huru alein að vinna, en hvað getur ein kona unnið sér inn? Svona, svona Zölu barn, sussu bía . . . Hversu oft hef ég ekki reynt að hitta þá hjá stjórninni og grátbæna þá á hnjánum? En þeir hafa bara eitt svar. Nei, það er ómögulegt, segja þeir. Við viljum peningana. Svona, óheppni snáðinn, sussu bía.“ Tandurhreinn kofinn gat rúmað tvær dýnur, hlið við hlið. Vegg- 332
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.