Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 110
Tímarit Máls og menningar klemmdum á milli kjötborða tveggja slátrara. Ekki vantaði verkefnin, og það var þarna árið 1941 sem ég skrifaði fyrstu smásöguna mína, þrjátíu síðna texta, sem ég kallaði Ljóta sögu. Þetta var saga um nauðgun. Stúlka sem ég þekkti hafði sagt mér hana. Þetta var saga um þvílíka villimennsku að ég grét út af henni í heilan dag. Svo ákvað ég að skrifa hana niður. Drengur sem yrkir Ijób og gerist almenningsskrifari átján ára gamall: verður hann rithöfundurf Að minnsta kosti voru þetta lærdómsrík ár, ég hef alla tíð álitið að ritstörfin væru nám, tengsl læriföður og lærisveins. Eg hef átt lærifeður. Og svo var það líka á þessum aldri sem ég uppgötvaði heimsbókmenntirnar: Tyrkland var um þessar mundir paradís þýðinganna, stjórnvöld létu þýða öll bestu sígildu verkin hvaðanæva að og dreifðu þeim í vasabrotsútgáfum á mjög góðu verði: Dostojevskí, Flaubert, Zola, Stendhal, Gorkí. . . Eg veit ekki hversu oft ég las Germinal eftir Zola, Frú Bovary eða Fávitann . . . Ógleymanlegur lestur. Þér eruð alltaf kynntur sem sjálfmenntaður maður. . . Þekkið þér einn einasta rithöfund sem hefur lært list sína á skólabekk? Allir rithöfundar eru sjálfmenntaðir, að þeim stærstu meðtöldum: Hómer, Tolstoj eða Balzac. Fyrir mig er það heiður að vera kallaður sjálfmenntaður, því ég er það í tvennum skilningi, sem rithöfundur og sem óskólagenginn maður. Besti „skólinn" sem ég gekk í var án efa bókasafnið í Adana þar sem ég var húsvörður eftir að hafa gegnt herþjónustu: í því voru meir en þrjátíu þúsund bækur! Hverjar eru helstu fyrirmyndir yðarf Ef þér viljið endilega að ég ljóstri upp um leiðina sem ég fór, þá byrjar hún hjá Hómer, heldur áfram í gegnum Cervantes, Shakespeare og Moliére, kemur við hjá Stendhal og Tolstoj og lýkur hjá Charlie Chaplin. Þetta er ætt mín, fjölskylda mín. En sá sem hefur sennilega haft mest áhrif á mig, það er Cervantes sem ég uppgötvaði í fangelsi árið 1950. Eg eyddi heilu ári í að lesa Don Kíkóta, aftur og aftur, og ef einhver hefði tekið mynd af mér þegar ég fór að skrifa, hefði hún verið svona: ég sit við ritvél, Don Kíkóti er vinstra megin, og á hægri hönd skammbyssa falin í dagblaði. Hafði múhameðstrúin áhrif á yðurf Nei. Fólkið sem ég ólst upp hjá var ekki trúað fólk. Þorpsmoskan var oftar tóm en full og heima hjá mér var sjaldan beðið til guðs enda þótt faðir minn hefði verið myrtur í mosku þar sem hann var að biðjast fyrir. Að sjálf- sögðu var helstu fyrirmælum trúarinnar hlýtt og allir föstuðu á ramadan föstunni. Ramadan fastan var reyndar sá tími þegar mest heyrðist af kvæð- um sagnaskálda því næturnar voru langar . . . en trúin var fyrst og fremst mál hvers og eins, hún síaðist ekki inn í mig eins og hún væri hluti af 340
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.