Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 112
Tímarit Máls og menningar natúralismanum, á móti raunsæisstefnunni, hvort sem hún er sósíalísk eða ekki. Eg verð að auðga mig, fylla sjálfan mig lengi af þessum raunveruleika til þess að það sem ég skrifa fái fulla merkingu. I allri sinni vídd. Ég held að raunveruleiki og óraunveruleiki séu tengdir órjúfandi böndum. Goðsagn- irnar eru í sjálfu sér takmarkaðar, og sjálfur raunveruleikinn er takmarkað- ur. Getur maður skilið í sundur það raunverulega og það ímyndaða í sínu eigin lífi? Við getum ekkert skilið í manninum nema því aðeins að við tökum hann sem heild, raunverulegan og ímyndaðan. Maðurinn er skepna sem lifir, sefur og borðar, en sérkenni hans er einmitt hæfileikinn til að skapa, einkum á sviði goðsagna. Hvernig er hægt að láta sér detta í hug að kippa manninum úr sambandi við goðsagnirnar sem hann skapar? Það er þessi eining sem ég reyni að koma til skila í bókum mínum. Sýna hvernig samfélagið býr til sínar eigin goðsagnir, hvernig hver einstaklingur innan samfélagsins býr sér einnig til sínar sérstöku goðsagnir, þetta er starf mitt sem rithöfundar. En hvernig er hægt að láta það njóta sín í ritmáli sem tilheyrir talmáli samkvæmt hefð? Ég er fyrst og fremst maður talmálsmenningar og þannig á sérhver setning sér svörun í einhverjum heimi, raunverulegum eða ímynduðum, og sérhver orðræða er form og innihald. Kraftaverk rithöfundarstarfsins, það er einmitt fólgið í því að geta leikið sér að þessari tvöfeldni. Það er kraftaverk að geta talað. Málið er eins göldrótt og tilveran sjálf. Munnleg sagnahefð er sköpunarverk þúsundanna, hún tilheyrir öllum og engum. Allir geta tileinkað sér hana. Hvað mér viðvíkur, þá er ég tengill milli talmáls og ritmáls. Þegar ég skrifa, styð ég mig við munnlega hefð, en mál mitt sem rithöfundar er fyrst og fremst mitt eigið mál. Þegar ég kvað söguljóð í gamla daga, var ég ástfanginn af töluðu máli. Sem rithöfundur er ég orðinn ástfanginn af tungumálinu í heild sinni. Bœkur yðar blanda saman raunveru og óraunveruleika og eru allt í senn, ævintýrasögur og grískir harmleikir . . . Það er öldin sem við lifum á sem er harmleikur. Við horfum upp á hvernig harmleikurinn verður æ átakanlegri á öllum sviðum. Bernskuþorpið mitt var í hlíðum Tárusfjalla. Éramundan teygðu sléttan og fljótið úr sér. Oendanleg sléttan, sem lá alla leið niður að Miðjarðarhafi. Ég bjó í fjórtán ár í þessu þorpi. I klettabeltunum á bak við þorpið bjuggu þúsundir af örnum. Suma daga flugu þeir í þykku skýi yfir þorpið. Arið 1957, þegar ég kom þangað, var ekki einn einasti örn eftir. Ég spurði hversvegna: Vegna hestafársins, var mér svarað. Hvaða samband var þarna á milli, spyrjið þið sjálfsagt? Einfaldlega það að hent hafði verið kílóum af sótthreinsiefni á hræin, og ernirnir sem leggja hræ sér til munns, dóu allir af eitrun. Þarna 342
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.