Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 120
Tímarit Máls og menningar vinnur á skrifstofu, þau eru vel efnuð og hjá þeim er allt hreint og smekklegt. Parna fellur Heiða eins og flís við rass enda er hún sú dóttir sem þau þrá að eignast: greind, dugleg, framgjörn. Þarna fær hún líka að búa þegar mamma fer á spítala eftir fæðinguna og systkinunum er dreift í allar áttir, og engan skugga ber á þá dvöl fyrr en á jólunum þegar Heiða tekur upp barna- síma frá pabba sínum. Þá geta allir séð á þessu fína heimili hvað pabbi hennar er mikill asni, hann veit ekki einu sinni hvað hún er gömul! Hún reynir að skýra þetta, plata eins og hún hefur áður gert til að fegra fjölskyldu sína, toga hana upp á sitt plan, en það mistekst. Persóna Heiðu er afar vel unnin. Hún er agað og sjálfsöruggt barn og það vill hún vera. Henni tekst allt sem hún ber ein ábyrgð á, og lengi trúir hún því að hún geti ráðið lífi sínu ein. Hún hefur áhyggjur út af útliti sínu en ætlar að bæta það upp með því að verða fræg og merkileg. Þjakandi ábyrgðartilfinning elsta barnsins kemur fram í draumum hennar, en í vöku er hún hörð og kot- roskin. Henni finnst hún fullkomin sjálf og á ekkert umburðarlyndi til gagnvart þeim sem eru það ekki. Andstxbur Persónusköpun og samfélagsmynd sög- unnar eru byggðar á andstæðum, strax fyrst milli hlýrrar ruddamennsku afa og kaldrar hæversku ömmu, svo milli pabba annars vegar og mömmu og ömmu hins vegar, óráðsía á móti ráð- deild, eftirlæti á móti aga. Þetta gerir höfundi kleift að segja mikið í fáum orðum, andstæðurnar bregða Ijósi hvor á aðra, ekki síst í frásögnum af heimilum Heiðu og Kristínar. Andstæður eru miklar og margvísleg- ar milli bæjarbúa og hermannanna, fá- tækt en fjölskrúðugt mannlíf á annan bóginn, einlitt, auðugt karlmannasamfé- lag á hinn. Þótt samgangur sé töluverður er herinn aðskotahlutur sem enginn veit hvernig muni haga sér og allir eru kannski smeykir við undir niðri, jafnvel strákarnir sem sækjast þó eftir að hanga utan í honum. Og í ljósi eyðileggingar stríðsáranna verður sálmasöngur her- mannanna undir Klaustrinu á aðfanga- dagskvöld í senn fáránlegur og ójarð- neskur. Mestar verða þó andstæðurnar, sem Heiða áttar sig smám saman á, milli þeirra manna sem hætta lífi sínu sí og æ við skyldustörf á hafi úti eins og pabbi hennar og þeirra sem lifa fritt í landi af þeirri vinnu eins og Bárður útgerðar- maður sem ekki hættir lífinu en á „stórt hús og tvær drossíur". Það er Birgir Björn, ungur sjómaður og sonur hjónanna á númer 12, sem bendir Heiðu á að hún sé ósanngjörn við pabba sinn: hann sé hetja þótt hann þekki ekki börnin sín, og kannski sé brennivínið undankomuleið hans frá lífi sem hann ráði illa við. Heiðu er stillt upp frammi fyrir öðru gildismati en hún hefur vanist og það kemur sprunga í sjálfbyrgingslega heimsmynd hennar. Þær eiga eftir að verða fleiri, og þegar tveggja heimaskipa er saknað í litla bæn- um skilur hún allt í einu að krakki eins og hún hefur ekki stjórn á neinu. Tilver- an er langt frá því að vera einföld og viðráðanleg — og angistin hellist yfir hana. Andstæðurnar milli þorpsins fyrir og eftir skipskaðann eru mjög sterkar. A stuttorðan og skýran hátt kemur sögu- maður þrúgandi ótta og svo sorg bæjar- búa til skila, eins og kritunum og slúðr- inu áður. Jafnskýr verður þroski stelp- 350
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.