Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 40
Tímarit Máls og menningar líka fram að viðfang vísindalegrar þekkingar sé setningar eða yrðingar. „Gáðu að því,“ segir Vilhjálmur við Adso, „ég er að tala um yrðingar um hluti, ekki sjálfa hlutina. Vísindin fást við yrðingar og liði þeirra og liðirnir gefa til kynna einstaka hlud.“ (194) Orðið „liður“ (terminus) er hér notað um einingarnar sem yrðingar eru búnar til úr, orð eða orðasambönd. Þannig eru „Sókrates“ og „maður“ liðir setningarinnar „Sókrates er maður“. Samkvæmt kenningu Ockhams merkir altæk setning eins og „maðurinn er viti borið dýr“, sama og „sérhver maður er viti borið dýr“, sem aftur er eins konar skammstöfun fyrir „Jón er viti borið dýr“, „Gunna er viti borið dýr“ og svo framvegis. Og eins og áður er greint vísa hin altæku orð í slíkum setningum um einstaklinga til einstaklinganna sjálfra. Það er þetta sem Vilhjálmur af Baskerville hefur í huga, þegar hann segir að liðirnir „gefi til kynna“ einstaka hluti (194). Eco notar sögnina „indicare", sem hér væri skýrara að þýða með „vísa til“. Ockham notar yfirleitt sjálfur „significare", sem merkir „að tákna“, „merkja“. Sú hugmynd sem aflað hefur Ockham mestrar frægðar er kenning eða regla sem kveður svo á að í allri kenningasmíð beri að ástunda sparsemi: „Ekki skal gera ráð fyrir fleiri hlutum en nauðsyn krefur.“ Þetta boð, sem Ockham beitir á ýmsa lund í ritum sínum, hefur verið nefnt „rakhnífur Ockhams“ — „rakhnífur“ vegna þess að með regluna að vopni má skafa burt ónauðsynlega aðskotahluti. Samkvæmt þessu boði ættum við til dæmis ekki að gera ráð fyrir því að draugar séu til, ef við getum skýrt það sem tilvist drauga á að skýra — leirtau brotnar í skápum, hvítklæddar verur á ferli — á annan hátt. Hugsunin er einfaldlega sú að ef við getum skýrt eitthvert fyrirbæri, Y, sem við viljum skýra, án þess að gera ráð fyrir að X sé að verki og X er eitthvað sem við myndum ella ekki gera ráð fyrir að sé til, þá skulum við ekki gera ráð fyrir að X sé til heldur skýra Y á annan hátt. Hérlendis hefur þetta boð Ockhams aldrei náð neinni hylli, og nær sanni væri að segja að hér hjá okkur gildi alveg gagnstæð regla, sem kalla mætti regluna um verufræðilegan munað. Hún kvæði svo á að játast skuli ef svo ber undir þeim kenningum sem gera ráð fyrir sem allra flestum og fjölbreytilegustum hlutum: draugum, álfum, öndum, líkamningum, út- frymi, ómældri óbeislaðri hugarorku, sem allra flestum glötuðum handrit- um og svo framvegis. I Nafni rósarinnar kemur rakhnífur Ockhams ekki við sögu, nema kannski á einum stað þar sem Vilhjálmur lætur í ljósi þá skoðun að óþarft sé að gera ráð fyrir aðild djöfulsins að glæp sem hægt sé að skýra án þess að gera ráð fyrir henni (34). Hnífur Ockhams og hin nýja þekkingarfræði hans var afdrifarík, svo afdrifarík raunar að skólaspekin varð aldrei söm eftir. Hinar ströngu kröfur um vitnisburð sem Ockham gerði til þekkingar, þrengdu mjög að náttúr- 174
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.