Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 41
Ilmur af nafni rósarinnar legri guðfræði, þ. e. guðfræði sem reist er á skynsamlegri hugsun en ekki á opinberun einni saman. Guðdómurinn og vegir hans varð svið sem næsta fátt var hægt að staðhæfa um með nokkurri vissu ef þekkingin átti að lúta skilyrðum Ockhams um áreiðanleika. Vilhjálmur af Baskerville er líka fáorður um Guð. I öðru lagi leiddu kenningar Ockhams til sjálfstæðis hvers konar raunvísinda gagnvart guðfræði og frumspeki. Ef reynslan ein en ekki skynsemin getur frætt okkur um orsakir og afleiðingar — en höfuðverkefni raunvísindanna er einmitt að rannsaka orsakasambönd — þá er reynslan þess fyllilega umkomin án atbeina frumspeki eða guðfræði. Eins og fyrr var vikið að var markmið skólaspekinnar að steypa saman í heilsteypt kerfi kennisetningum trúarinnar og heimspeki og náttúrufræði Aristótelesar (og að nokkru leyti kenningum Platóns og nýplatónista). Að vísu var gert ráð fyrir afmörkuðum þekkingargreinum svo sem guðfræði, frumspeki og ýmsum greinum raunvísinda, en þær mynduðu eina órofa heild. Kenningar Ockhams skóku þessa heimsmynd harkalega: guðfræðin var ekki lengur höfuð þekkingarinnar sem lagði fram hinstu rök tilverunnar að svo miklu leyti sem mannleg skynsemi getur meðtekið þau og náttúruvísindin máttu að ósekju slíta sig laus frá frumspekinni, sem fjallaði um hin altækustu efni er varða bæði sköpunarverkið og höfund þess. Ekki ber þó svo að skilja að kenningar Ockhams hafi sannfært alla þegar í stað eða að sá sem þetta ritar játist þeim í öllum greinum. En hitt er líklega rétt að fyrir daga Ockhams hefði mönnum veist erfitt að hugsa sér raunvísindin óháð guðfræði og frumspeki og heiminn í brotum, samsafn afmarkaðra einstaklinga og annað ekki. Ockham auðveldaði þeim sem komu á eftir honum slíkar hugsanir. Maður kynni að álykta af öllu því sem hér hefur verið sagt um Ockham — og sami grunur læðist raunar líka að manni um Vilhjálm af Baskerville — að þar fari efahyggjumaður í trúmálum, ef ekki hreinn trúleysingi sem þó verður fyrir siðasakir að temja sér tungutak samtíðarmanna sinna. Að minnsta kosti hvað Ockham varðar mun þetta þó alls ekki hafa verið svo. Þvert á móti var hann alvörumaður í trúmálum og bar fyllstu virðingu fyrir hinum opinberaða sannleik kristinnar trúar. Óvægin gagnrýni hans á við- tekna guðfræði kann að hafa stafað að einhverju leyti af því að hann taldi trúnni til tjóns að kenndar væru sannanir um trúaratriði sem að hans dómi voru í rauninni engar sannanir. Af sama meiði eru skoðanir hans á sambandi ríkis og kirkju þar sem hann hvetur til aðgreiningar og að kirkjan hætti að skipta sér af veraldlegum efnum. I öllu þessu á hann margt skylt við Lúther og aðra siðbótarmenn, nema hvað hann er langtum meiri hugsuður en þeir. Við skulum nú freista þess að skyggnast ögn dýpra í heimssýn þeirra Vil- hjálmanna með því að gæta að orðum Vilhjálms af Baskerville undir lok sög- unnar er æsilegir og voveiflegir atburðir hafa gerst. Þeir Adso eru að tala um 175
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.