Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 44
Tímarit Máls og menningar I niðurlagsorðum Nafns rósarinnar er aftur vikið að nafni á rós: „Af rósinni forðum stendur nafnið eitt; vér höldum aðeins í nakin nöfn.“(467;488). Hvað táknar þessi setning og titillinn á bókinni? Ekki skal ég fullyrða neitt um það með vissu, en benda má á samhljóm þessa rósar- máls við atriði í þeim kafla bókarinnar sem við vorum að ræða. Áður var vikið að því að Abelard komst að þeirri niðurstöðu að orð geti haft merk- ingu í hugsun okkar þótt þau vísi ekki til neins sem er til, séu „nakin nöfn“. Eco eru þessi sannindi líka ákaflega hugleikin. Reglan sem Vilhjálmur ætlaði að skýra með glæpaverkin, hrynjandi hinna sjö básúna í Opinberunar- bókinni, leiddi hann að vísu að hinum seka, en tilgátan var samt eiginlega röng. Táknin sem áttu að tákna hvern glæp — blóðið, vatnið, þriðjungur himinsins, sporðdrekarnir ... — tengdust alls ekki glæpnum nema þá í huga Vilhjálms, og áform úr „siðspilltum og rökvísum huga“ eins höfundar glæp- anna sem Vilhjálmur gerði ráð fyrir og leiddi hann á slóðina var ekki til (458). Sem sagt, flestar hugmyndir Vilhjálms um glæpina voru „nakin orð“, orð án samsvörunar í veruleikanum, en höfðu þó merkingu og dugðu honum nokkuð til að hugsa um ráðgátuna og jafnvel ráða fram úr henni. Það er enginn uppgjafartónn eða eftirsjá í efahyggju Vilhjálms af Basker- ville um allsherjarlögmál og allsherjarsannleika. Öðru nær: hann er fremur hvekktur við sjálfan sig vegna þess hve hægt hann sjálfur á með að láta glepjast af slíkum hugmyndum. Þessi efahyggja er að mínum dómi fagnað- arboðskapur verksins eins og hláturlexían öll sýnir: við eigum ekki að taka neinn stórasannleik hátíðlega. Þetta er kannski ekkert sérlega frumlegur boðskapur, en jafn góður fyrir því. Þessi skoðun hvílir hins vegar á nokkuð öðrum forsendum hér en oftast endranær. Þegar við segjum að stórisann- leikur sé ekki til meinum við yfirleitt, held ég, að reyndar sé hann til en vonlaust sé að höndla hann, eða þá að hann sé ekki til á einhverjum afmörk- uðum sviðum, svo sem í trúmálum eða um samskipti fólks í sambúð eða eitthvað þvíumlíkt. Hjá þeim nöfnunum ber hins vegar að taka þessa skoðun alveg bókstaflega, og hún tekur til alls, enda er hún hjá þeim í félagi við þekkingarfræði og verufræði sem bjóða slíkri skoðun heim eins og skýrt hefur verið hér að framan. Ockham neitaði því ekki að það mætti í raun finna reglu í veröldinni, og að svo miklu leyti sem Vilhjálmur af Baskerville efast beinlínis um það gengur hann skrefi lengra en Ockham. Ockham gengur að ég fæ best séð nógu langt samt, því hann neitar því að nokkurt innra samband sé á milli hluta eða milli atburða. Ef veröldin hagar sér líkt í dag og hún gerði í gær, þá er það vegna þess eins að Guði þóknast að hafa hana eins án minnstu ástæðu sem ræður vilja hans. Eg hygg að Ockham myndi ekki hafa fallið fyrir hug- myndum sem vinsælar hafa orðið eftir hans dag og má lýsa sem svo að það 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.