Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 44
Tímarit Máls og menningar
I niðurlagsorðum Nafns rósarinnar er aftur vikið að nafni á rós: „Af
rósinni forðum stendur nafnið eitt; vér höldum aðeins í nakin
nöfn.“(467;488). Hvað táknar þessi setning og titillinn á bókinni? Ekki skal
ég fullyrða neitt um það með vissu, en benda má á samhljóm þessa rósar-
máls við atriði í þeim kafla bókarinnar sem við vorum að ræða. Áður var
vikið að því að Abelard komst að þeirri niðurstöðu að orð geti haft merk-
ingu í hugsun okkar þótt þau vísi ekki til neins sem er til, séu „nakin nöfn“.
Eco eru þessi sannindi líka ákaflega hugleikin. Reglan sem Vilhjálmur ætlaði
að skýra með glæpaverkin, hrynjandi hinna sjö básúna í Opinberunar-
bókinni, leiddi hann að vísu að hinum seka, en tilgátan var samt eiginlega
röng. Táknin sem áttu að tákna hvern glæp — blóðið, vatnið, þriðjungur
himinsins, sporðdrekarnir ... — tengdust alls ekki glæpnum nema þá í huga
Vilhjálms, og áform úr „siðspilltum og rökvísum huga“ eins höfundar glæp-
anna sem Vilhjálmur gerði ráð fyrir og leiddi hann á slóðina var ekki til
(458). Sem sagt, flestar hugmyndir Vilhjálms um glæpina voru „nakin orð“,
orð án samsvörunar í veruleikanum, en höfðu þó merkingu og dugðu
honum nokkuð til að hugsa um ráðgátuna og jafnvel ráða fram úr henni.
Það er enginn uppgjafartónn eða eftirsjá í efahyggju Vilhjálms af Basker-
ville um allsherjarlögmál og allsherjarsannleika. Öðru nær: hann er fremur
hvekktur við sjálfan sig vegna þess hve hægt hann sjálfur á með að láta
glepjast af slíkum hugmyndum. Þessi efahyggja er að mínum dómi fagnað-
arboðskapur verksins eins og hláturlexían öll sýnir: við eigum ekki að taka
neinn stórasannleik hátíðlega. Þetta er kannski ekkert sérlega frumlegur
boðskapur, en jafn góður fyrir því. Þessi skoðun hvílir hins vegar á nokkuð
öðrum forsendum hér en oftast endranær. Þegar við segjum að stórisann-
leikur sé ekki til meinum við yfirleitt, held ég, að reyndar sé hann til en
vonlaust sé að höndla hann, eða þá að hann sé ekki til á einhverjum afmörk-
uðum sviðum, svo sem í trúmálum eða um samskipti fólks í sambúð eða
eitthvað þvíumlíkt. Hjá þeim nöfnunum ber hins vegar að taka þessa
skoðun alveg bókstaflega, og hún tekur til alls, enda er hún hjá þeim í félagi
við þekkingarfræði og verufræði sem bjóða slíkri skoðun heim eins og skýrt
hefur verið hér að framan.
Ockham neitaði því ekki að það mætti í raun finna reglu í veröldinni, og
að svo miklu leyti sem Vilhjálmur af Baskerville efast beinlínis um það
gengur hann skrefi lengra en Ockham. Ockham gengur að ég fæ best séð
nógu langt samt, því hann neitar því að nokkurt innra samband sé á milli
hluta eða milli atburða. Ef veröldin hagar sér líkt í dag og hún gerði í gær, þá
er það vegna þess eins að Guði þóknast að hafa hana eins án minnstu ástæðu
sem ræður vilja hans. Eg hygg að Ockham myndi ekki hafa fallið fyrir hug-
myndum sem vinsælar hafa orðið eftir hans dag og má lýsa sem svo að það
178