Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 109
Úrvinnsla orðanna
Aðra og ólíka vídd í söguna gefa vísanir hennar í mál sem sprottið er af og
tilheyrir hernaði og stríði. Þessar vísanir tapast svo til alveg í þýðingunni, og
er það ýmist vegna ónákvæmni og geigandi í beitingu orða og notkun
hugtaka, eða vegna þess að þýðandi hefur ekki skilið hlutverk myndmáls og
endurtekninga.
Eitt af orðum kalda stríðsins er „tortryggni“, og ásamt öðrum slíkum
orðum gengur það eins og rauður þráður gegnum Leigjandann. I þýðing-
unni er því hins vegar drepið á dreif með því að vera ýmist þýtt með
„mistru“ (sbr. t. a. m. 46 og 82), sem vafasamt er að veki sömu skírskotanir í
norsku og orðið tortryggni gerir í íslensku, eða með „utryggje“ (sbr. t. a. m.
48), sem orðið „öryggisleysi“ er annars oftast þýtt með. A einum stað er svo
lýsingarorðið „tortrygginn" (125) þýtt með „mistenksom“ (82), jafnvel þótt
á sömu blaðsíðu komi fyrir orðið „tortryggni“ (125), sem þýtt er með
„mistrua" (82). Gott dæmi um slíkan rugling hugtaksins er í frásögninni af
því, þegar barið er að dyrum leiguíbúðarinnar og tillit leigjandans verður
„fullt tortryggni“ (38). Þegar höggin hafa dvínað og hann er búinn að jafna
sig, „var ekki snefill eftir af þeim manni sem staðið hafði fullur tortryggni og
ógnunar við útihurðina“ (38). I þýðingunni er fyrst sagt, að tillitið hafi verið
„fullt av mistm“ (28), en síðan að „det var ikkje snev att av den mannen som
hadde státt full av utryggje og otte ved utedöra“ (29), þar sem tortryggni og
ógnun eru orðin að öryggisleysi og ótta!
Þegar Pétur er að gefast upp við húsbygginguna, er uppgjöfinni lýst sem
hertöku:
Pétur hristi höfuðið í uppgjöf og í tillitinu sem hann beindi nú til konunnar
las hún þrá eftir því að hún sæi þessa uppgjöf og brygðist við henni áður en
uppgjófin hertæki hann allan. (42)
Þetta er þýtt með:
Peter riste fortvila pá hovudet og i augo hans las ho no ein lengt etter á sjá kor
fortvila han var og gjera noko med det för det tok han heilt i si makt. (30)
Hér er uppgjöf orðin að örvæntingu og öll vísun í hernaðarmál horfin.
Auk þess eru setningar mjög misvísandi, því að í þýðingunni er það ekki
konan sem á að sjá „örvæntingu“ Péturs, heldur hann sjálfur.
Þegar Pétur ætlar að fara að gefast upp gagnvart leigjandanum í nýja
húsinu, er viðbrögðum konunnar lýst eins og um átök á vígvelli væri að
ræða:
Hún gerði sér engan veginn glögga grein fyrir því hvað hún ætlaðist fyrir en
hafði óljóst hugboð um að nauðsynlegt væri strax í fyrsta skrefi að hindra
243