Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 109
Úrvinnsla orðanna Aðra og ólíka vídd í söguna gefa vísanir hennar í mál sem sprottið er af og tilheyrir hernaði og stríði. Þessar vísanir tapast svo til alveg í þýðingunni, og er það ýmist vegna ónákvæmni og geigandi í beitingu orða og notkun hugtaka, eða vegna þess að þýðandi hefur ekki skilið hlutverk myndmáls og endurtekninga. Eitt af orðum kalda stríðsins er „tortryggni“, og ásamt öðrum slíkum orðum gengur það eins og rauður þráður gegnum Leigjandann. I þýðing- unni er því hins vegar drepið á dreif með því að vera ýmist þýtt með „mistru“ (sbr. t. a. m. 46 og 82), sem vafasamt er að veki sömu skírskotanir í norsku og orðið tortryggni gerir í íslensku, eða með „utryggje“ (sbr. t. a. m. 48), sem orðið „öryggisleysi“ er annars oftast þýtt með. A einum stað er svo lýsingarorðið „tortrygginn" (125) þýtt með „mistenksom“ (82), jafnvel þótt á sömu blaðsíðu komi fyrir orðið „tortryggni“ (125), sem þýtt er með „mistrua" (82). Gott dæmi um slíkan rugling hugtaksins er í frásögninni af því, þegar barið er að dyrum leiguíbúðarinnar og tillit leigjandans verður „fullt tortryggni“ (38). Þegar höggin hafa dvínað og hann er búinn að jafna sig, „var ekki snefill eftir af þeim manni sem staðið hafði fullur tortryggni og ógnunar við útihurðina“ (38). I þýðingunni er fyrst sagt, að tillitið hafi verið „fullt av mistm“ (28), en síðan að „det var ikkje snev att av den mannen som hadde státt full av utryggje og otte ved utedöra“ (29), þar sem tortryggni og ógnun eru orðin að öryggisleysi og ótta! Þegar Pétur er að gefast upp við húsbygginguna, er uppgjöfinni lýst sem hertöku: Pétur hristi höfuðið í uppgjöf og í tillitinu sem hann beindi nú til konunnar las hún þrá eftir því að hún sæi þessa uppgjöf og brygðist við henni áður en uppgjófin hertæki hann allan. (42) Þetta er þýtt með: Peter riste fortvila pá hovudet og i augo hans las ho no ein lengt etter á sjá kor fortvila han var og gjera noko med det för det tok han heilt i si makt. (30) Hér er uppgjöf orðin að örvæntingu og öll vísun í hernaðarmál horfin. Auk þess eru setningar mjög misvísandi, því að í þýðingunni er það ekki konan sem á að sjá „örvæntingu“ Péturs, heldur hann sjálfur. Þegar Pétur ætlar að fara að gefast upp gagnvart leigjandanum í nýja húsinu, er viðbrögðum konunnar lýst eins og um átök á vígvelli væri að ræða: Hún gerði sér engan veginn glögga grein fyrir því hvað hún ætlaðist fyrir en hafði óljóst hugboð um að nauðsynlegt væri strax í fyrsta skrefi að hindra 243
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.