Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 117
ekki neina óskilgreinda þjáningu. Una er alger andstæða Yolöndu sem er þrótt- mikil, sjálfstæð, óbugandi og ætlar að eiga sitt barn í lokin. Einar er eina persóna bókarinnar sem gæti kallast tragísk því að hann hefur samvisku. Svik hans við Yolöndu valda honum þjáningum — „sárt að vera sek- ur“ er stef í bókinni. En þegar Yolanda er rekin úr landi reynir hann að bæta fyrir brot sitt með yfirbótarferð til París- ar að játa sekt sína. En missir þar glæp- inn og er endanlega hrakinn í móður- faðm Elsu sem umber allt. En sekt Ein- ars á sér dýpri rætur. Hún tengist Unu. Einu sinni meðan allt leikur í lyndi hjá þeim Yolöndu ganga þau inn í kapellu og sjá þar líkneski Krists á krossinum: „Líkaminn engdist, hnipraði sig saman I óbærilegri kvöl. Naglar stungnir í ristar. Hendur. Engin þjáning í andlitinu. Blóð draup af enni. Þyrnikóróna." (bls. 187). Þegar út er komið kemur sú mynd Unu upp í huga hans sem áður er vitnað til: „Hún gekk í flekk á björtum sumar- degi.“ Þessi mynd verður síðan að sterku og áhrifaríku tákni sem ásækir Einar. Asjóna mannssonarins sem svik- inn var, verður að mörgum. Hvernig dó Einar? Fór hann kannski burt og hengdi sig? Þetta tákn mætti vel taka sem dæmi um listfengi höfundar þegar best tekst: það er sprotdð upp úr efninu í hinni raunsönnu sögu, það er farið með það af einstakri smekkvísi og hófsemd uns það rís að styrkleika og merkingu í samspili við þema sögunnar og mátulega mikið er ósagt til þess að hin innbyggða merking í myndinni sjálfri fær að tala sínu máli. En fleira hangir á spýtunni og hér daprast flugið, því miður. Sú hugdetta sögumanns að hringja í Unu og spyrja hvort hún vildi að þau reyndu aftur, eins Umsagnir um bækur og hann orðar það, verður utangátta við söguna. I textanum virðist trúartáknum kirkjunnar ætlað að bera uppi von um nýtt líf í sögulok. Orðið „fögnuður“ tengist Einari og kapellunni með Krists- líkneskinu: „Kertaljósin stigu fagnaðar- dans“ (bls. 188). Fagnaðarþemað kemur líka fyrir í huga sögumanns við lýsingu á jarðarför Einars — bæði fyrir og eftir upprifjun. I lokin segir: „I kirkjunni hafði verið þungur blómailmur og það var líkt og blómin hölluðu undir flatt. Voru þau að virða mig fyrir sér? I hvít- um lit þeirra var dulinn fögnuður“. (bls. 195) Og sögumaður spyr í lokin: Til hvers var fólk að deyja? Til hvers var maður að syrgja það? Enda þótt ljós og blóm og hinn hvíti litur merki sigur yfir dauðanum, upp- risu, nýtt líf, þá megna þau ekki að rísa upp í þá táknlegu vídd sem gæti talað máli mannsins. Af því vonin á sér ekki rætur í sálarlífi mannsins sjálfs, er ekki sprottin úr reynslu hans. Þó efninu sé hárrétt raðað niður, þá verður ekki séð að hann hafi öðlast þá sjálfsþekkingu sem þarf né skilning á efni sínu til að réttlæta von hans um nýtt líf. Hann þróast ekki; tekur aldrei meðvitaða af- stöðu til eigin framferðis né svika Einars gagnvart Unu. Hann er til hins síðasta of samsamaður Einari. Það er engu líkara en honum sé ætlað að rísa upp af mold- um Einars án þess þó að hafa gengið í gegnum eldskírn sektar og þjáningar. Takmarkanir sögumanns valda því að viss togstreita skapast milli ádeilunnar og hins almenna heimspekilega boð- skapar um endurreisn lífsins. Og ádeilan verður ofan á. Hér er okkur sýnt inn í íslenskan menningarheim sem virðist ófær um að móta persónur er staðist geti persónulegar eða pólitískar eldraunir. Eg hef reynt að beita öðrum lestrar- 251
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.