Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 118
Tímarit Mdls og menningar
máta við bókina. Ymis konar hliðstæð-
ur, mótsagnir og jafnvel lausir endar í
frásögn hvetja til þess. Eru þetta kannski
tvær hliðar á sama manni eða er annar
raunverulegur og hinn óraunverulegur,
kannski skáldskapur hins? En þannig
virðist mér sagan ekki smella saman og
því tilgangslaust fyrir mig að fjölyrða
um það. Enginn yrkir í eyðurnar nema
höfundurinn sjálfur. Og stundum finnst
mér eins og of mikið sé ósagt í þessu
verki.
En þrátt fyrir þetta er hér höfundur á
ferð sem er bæði listfengur og vand-
virkur og ætlar sér ekki auðveldustu leið
að settu marki — og gaman er að skoða
vinnubrögð Alfrúnar þegar henni tekst
sem best.
Svava ]akobsdóttir
HERRA FRJÁLS í MILLIRÍKJASÖGU
Ein afleiðing vaxandi andúðar á hvers
konar forræðishyggju nú á tímum er að
gagnrýnendur veigra sér við að draga
skörp skil milli „afþreyingarbóka" og
„fagurbókmennta", sem stundum eru
nefndar svo. Enda eru greinamörk þessi
tilbúningur, skáldaður mælikvarði sem
við notum til að nálgast einhvern mnn
sem við þykjumst skynja og sem til er
frá vissum sjónarmiðum, þótt hann sé
háll sem áll er við reynum að kyrrsetja
hann.
Þessi hugarfarsbreyting hefur þó ekki
komið teljandi raski á starf gagn-
rýnenda, sem yfirleitt (og jafnvel ósjálf-
rátt) láta stjórnast af þessari tvískipt-
ingu; sinna fyrst og fremst fagurbók-
menntum, en þegja kannski þunnu
hljóði um vinsælustu verk bókamarkað-
arins. Ekki finnst mér þó betra þegar
beinlínis er snobbað fyrir reyfurum og
ástarrómönum: það sé nú indælt að
leggja frá sér „alvarlegar" bækur um
stund og hverfa burt úr henni veröld.
Með því er hreinlega alið á einum mesta
harmleik nútímamenningar, þeirri út-
breiddu goðsögn að ekki sé hægt að
hvílast frá amstri hversdagsins, „slappa
af“, og hugsa um leið eitthvað sem víkk-
ar vitundina eða rótar til í rykugum
afkimum hennar.
Ef til vill ættu gagnrýnendur að láta
svonefnd afþreyingarverk ganga oftar í
gegnum sömu eldskírn og önnur verk,
rýna í þau af sömu gaumgæfni. Ekki má
þó slík gagnrýni (eins og stundum er
raunin) einskorðast við að sýna hvernig
verkin byggist á afturhaldssömum sjón-
armiðum og breiði yfir mótsagnirnar í
ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins.
Ein þessara mótsagna er nefnilega sú að
afþreyingarverk, sem flest eru afbrigði
einhvers konar cevintýra og hjálpa fólki
að losna úr greipum hversdagsins, eru
jafnframt viss afneitun þessa hversdags-
lega veruleika. Slík verk fljóta iðulega á
bældri þrá, löngun eftir annars konar
mannlífi, samfélagi þar sem fólk er virkir
gerendur, dálitlar „hetjur“, en ekki firrt-
ir þolendur og hjól í vél sem ganga
virðist fyrir hendi æðra og óskiljanlegs
valds. Slík verk fela í sér uppreisn sem
kæfir sjálfa sig. Hvernig slíkt gerist er
ekki til umræðu hér, en þessar hugleið-
ingar tengjast eftirfarandi umsögn, því
söguhetjan sem í hlut á er að sumu leyti
eins og lesandi sem tekst að gerast þátt-
takandi bæði í ástarróman og reyfara.
Islensk prísund
Skemmst er frá því að segja að það eru
ekki gagnrýnendur heldur rithöfund-
252