Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 120
Tímarit Máls og menningar þeirra Deirdre saman til Mýrkjartans, en það nafn „þýðir á írsku maður sem hafið skolar á land“ (60), en þetta er svo enn- fremur gamalt og gott tákn um endur- fæðingu. Hefur Ikarus ef til vill bjargast á sundi eftir fallið og þannig frelsast þrátt fyrir allt? Frelsi og endurfæðing verða megin- þættir í sögunni og það er ítrekað í sögulok þegar Björn vill helst hugsa um sumrin tvö er hann fékk að lifa upp á nýtt, „þegar þau Deirdre stigu upp úr sjónum eins og nýfæddar manneskjur . . .“ (188) En nú er um seinan, m. a. vegna þess að uppskurður sá sem Björn gerði á lífi sínu hefur mistekist, hann hefur misnotað sér það frelsi mannsins til athafna og til að breyta lífi sínu sem hann uppgötvaði. „Sá sem forðast hásk- ann er ekki frjáls maður“ hugsar hann fyrr í sögunni, en veit að þetta er ekki svona einfalt: „Já en það er ekki sama hver háskinn er. Hann getur verið svo óendanlega heimskulegur." (165) I sögu- lok virðist Björn aftur kominn á slóðir Ikarusar, aleinn í glaðasólskini. Vonin felst einna helst í syninum sem Björn veit ekki að hann mun eignast innan skamms og sem bera mun nafn hans — en það er auðvitað viss endurfæðing. Elskhitgi eða skaruliðif Astarsagan tekur fljótlega að vinda upp á sig annarri sögu og það í fyrstu á mjög sannfærandi hátt sem samræmist raun- sæisformi verksins. Um leið og Árni teflir saman fólki af þrem þjóðernum er örlögum Baska, Ira og Islendinga brugð- ið upp hlið við hlið, og er samanburður- inn fróðlegur og mikilvægur. Björn fyll- ist nú vandlætingu gagnvart hlutskipti smáþjóða. Ástin hefur blásið burt fúlu geðryki hans og þá vaknar eðlislæg þörf fyrir hugsjónir og samfélagsáhrif. Hann er því ginnkeyptari en ella fyrir málstað róttækra þjóðernissinna og hér fær útrás skáldleg uppreisn hans gegn hinum vél- genga hversdegi. Honum finnst hann skyndilega vera maður „með hlutverk", dálítil „hetja“, og segja má að hann upp- lifi síðan hvað gerist þegar reyfari verður að veruleika. En um það bil sem Björn gengur í Irska lýðveldisherinn tekur að hrikta í byggingu sögunnar. Árni hefði mátt læra betur af góðum reyfarahöfundum hvernig þeir „fóðra“ sögur sínar svo les- endur fari ekki að efast um rökvísi atburðarásarinnar. Ef ástin er svona heit hví heldur Björn sig ekki nálægt Deirdre er hún veikist í stað þess að sitja eftir hjá Michael? Deirdre er látin upphugsa ein- hver svör við þessu en þau eru ósann- færandi og eftir stendur nauðsyn höf- undar á að draga elskendurna í sundur svo hægt sé að koma Birni í rækileg kynni við skæruliðana. Og undarlegt er hvernig Björn virðist sætta sig við þau orð hennar er hníga að aðskilnaði þeirra í framtíðinni. Þessu er erfiðara að kyngja en ótrúlegri atburðafléttu síðari hluta bókarinnar, því þá getum við beitt fyrir okkur heimspeki allra reyfara, sem Mic- hael ljóstrar raunar upp: „Sannleikurinn er miklu ótrúlegri en reyfarar . . .“ (114) Hallar undan freti Björn heldur aftur til Islands og finnst mér skipta mjög í tvö horn með þróun sögunnar úr þessu. Annars vegar er írón- ísk og velheppnuð lýsing á því hvernig Björn setur upp grímu hins íslenska góð- borgara til að fela tómleikann í sér. Hann leikur hlutverkið vel, fetar „hinn gullna meðalveg" svo tryggilega að „þegar upp var staðið var hann búinn að stytta út fyrir ofan og neðan strik og útkoman nálægt núlli.“ (140) Ekki er 254
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.