Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 121
víst að gríma þessi sé vitund betri en
háðsk og beisk lífsafstaða Björns í sögu-
byrjun.
A hinn bóginn koma fram á sjónar-
sviðið tvær persónur sem Arna mistekst
að gæða lífi. Dönskukennarinn Anna
Dóra lætur Björn taka sig fyrirvaralaust
uppi á skrifborði og reynist vera hrein
mey og hafa beðið hans í mörg ár þótt
hann hafi ekki sýnt henni minnsta
áhuga. Situr hún síðan þæg heima við og
bíður heimsókna hans. Breski sendifull-
trúinn Hornblower er einnig ódýr og
ósannfærandi persóna; reyndur dipló-
mat sem er þó eins og barn í höndunum
á Birni sem er að leggja drög að hryðju-
verki. Arni hefði mátt fjárfesta meira í
lífi þessa Breta áður en hann kom hon-
um fyrir kattarnef.
Sagan dalar semsagt á köflum er fram
líður og listrænn lágpunktur hennar er
kafli sem lýsir heimsókn Doris Lessing
til Islands. Árni hirðir ekki um að skapa
lifandi samhengi fyrir þessa frægu skáld-
konu í sögu sinni, auk þess sem hún er
látin tala af ótrúlegum kjánaskap til ís-
lenskra stúdenta (167), og í kjölfarið
fylgir flatneskjuleg skopstæling á menn-
ingarlegu kokkteilboði. Oneitanlega er
þessi lágdeyða hættulega nálægt endi
sögunnar og situr í manni að lestri lokn-
um. Öfugt við snjalla spretti annars stað-
ar í sögunni sýnir þessi kafli og tvær
fyrrnefndar persónur lítinn metnað af
hálfu höfundar.
Stíll og sjónarhorn
Þetta er því nokkuð ójöfn skáldsaga og
gildir það um alla áferð frásagnarinnar.
Það má t. d. bera saman hvernig sam-
bandi Björns og Kaju er lýst með hrárri
upptalningu (26—27) og hvernig hug-
myndaleg þróun Björns er „dramatíser-
uð“ í smellnum samtölum hans og Ein-
Umsagnir um bækur
ars Páls. Samtöl sögunnar eru annars
líka fremur misjöfn; þau eru stundum
þunglamaleg, of bersýnilega hlaðin
beinum upplýsingum. Stíll Arna er þó
alls ekki flatur, miklu fremur óagaður og
ófágaður. Hann hefði t. a. m. mátt
vanda sig meira við stílinn á þeirri ís-
lensku sem útlendingar í sögunni tala;
lesendur verða að geta ímyndað sér að
fólkið mæli á ensku en höfundurinn sé
e. k. ósýnilegur „þýðandi"; rnálið má
ekki vekja á sér of mikla athygli sem
íslenska. „Frá kennurunum, minn rass!“
er setning sem Björn hugsar (16). Þessi
sérkennilega upphrópun sat eftir í huga
mér og ég var hissa að heyra hana seinna
af vörum írsks bjórkarls: „Gelískt Irland
sögðu þeir, minn rass.“ (128) Auðvitað
má kalla þetta smáatriði, en það má
finna fleiri dæmi þess að textinn sé á
köflum ekki nógu vel unninn, hafi ekki
farið í gegnum nægilega gagnrýna yfir-
legu.
Hvergi sést þctta betur en í beitingu
sjónarhorns. Björn er e. k. vitundar-
miðja verksins, við fylgjum honum og
hugsunum hans allt frá þeim líkams-
kvölum sem hrjá hann á sjúkrahúsinu til
þeirrar örvæntingar sem kvelur hann í
sögulok. Öll frávik hefði því þurft að
flétta af vandvirkni inn í söguna, en Árni
lætur sjónarhornið hins vegar rása á
mjög losaralegan hátt sem ólíklegt er að
sé ómeðvitaður frá höfundarins hendi,
en sem ótvírætt skemmir hrynjandi frá-
sagnarinnar. Þegar höfundur vill láta
okkur sjá Björn „utan frá“ virðist sögu-
maður geta stokkið um borð í hvaða
persónu sem vera skal, þótt ekki sé nema
einu sinni og í augnablik, sbr. „Annars
þótti Michael Björn heldur skilnings-
góður . . .“ (104) Stundum kemur alvit-
ur sögumaður á klaufalegan hátt inn í
frásögnina til að færa okkur upplýsingar
255