Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar
leiða einhver rök að svo ákveðnum hug-
myndatengslum, en það gerir hann ekki.
Sá sem les ritgerð Arna gaumgæfilega
frá upphafi til enda hlýtur að verða
steinhissa, þegar kemur að síðustu máls-
grein aðaltextans. Par segir svo: „Það er
þó alltof einfalt að segja, að Laxness
hætti smám saman að vera róttækur.
Tilgangur ritgerðarinnar hefur ekki eins
mikið verið að sýna að þetta átti sér stað
og að sýna hvernig og hversvegna.“
(127) Einsog ég benti á í ritdómi mínum,
er markmið bókarhöfundar hér „skyndi-
lega orðið allt annað en lýst var í upphafi
bókarinnar", sem sé „að dýpka skilning-
inn á þjóðfélagsskáldskap Laxness á
millistríðsárunum“ (7). Þar er einnig
skýrt tekið fram að Heimsljós (1937—4)
„fellur utan marka rannsóknarinnar“. A
þeim forsendum, með slíka takmörkun
efnisins, verður varla hægt að skýra
hvernig og hversvegna Halldór Laxness
„hætti að vera róttækur". Enda er bók
Arna ekki með neinu móti framlag í þá
átt. Hins vegar hafa aðrir fræðimenn
hreyft því máli, seinast — að því ég best
veit — Svisslendingurinn Aldo Keel í
doktorsritgerð sinni Innovation und
Restauration. Der Romancier Halldór
Laxness seit dem Zweiten Weltkrieg
(Basel/Frankfurt am Main, 1981).
Árni virðist nú í „Athugasemdum“
sínum smávegis reyna að bæta úr þessu
með því að tala að lokum um baráttu-
skyldu, sósíalisma, taóisma o. fl. I því
sambandi kemst hann m. a. svo að orði,
að undirritaður láti „ sem stjórnmála-
hugmyndir skáldsins hafi aðeins verið
einhver almenn ást á manninum". Árni
ymprar m. a. s. á því að ég sé þeirrar
skoðunar, að Halldór Laxness hafi „allt-
af“ staðið „í sömu sporunum“ (600).
Með leyfi, þetta er alger andstæða við
það sem ég hef sagt. Eg hélt því fram !
ritdómi mínum, að stjórnmálahugmynd-
ir Halldórs Laxness hafi einmitt aldrei
verið „einhver almenn ást á manninum",
nokkurs konar hugmyndafræði hug-
myndafræðinnar vegna. Hann hafi ekki
samþykkt stjórnmálakerfi „nema sem
tœki til að veita mönnum gott líf, líkam-
lega og andlega". Ef stjórnmálakerfi í
framkvæmd bregst þeirri grundvallar-
hugsjón, þá er það í augum hans af hinu
vonda. Það er þessvegna sem hann hefur
snúist „af dæmalausri beiskju gegn sósí-
alismanum" (455), einsog sú stefna birt-
ist í einræðisríkjunum.
I því sambandi vitnaði ég í hin kunnu
lokaorð Alþýðubókarinnar; „MAÐ-
URINN er fagnaðar boðskapur hinnar
nýju menningar" o. s. frv. Ég bætti því
við að „innsti kjarni“ þessa boðskapar
virðist alltaf síðan hafa verið hugsjón
skáldsins, „þó að ytri aðstæður hafi ger-
breyst á hálfri öld“ (455). Að því leyti
má segja að Halldór Laxness hafi staðið
„í sömu sporunum“. En um leið hefur
sú grundvallarhugsjón, þessi „innsti
kjarni", verið hreyfillinn í mörgum
skoðanaskiptum hans.
Lokaorð
Það er líklega ástæða að draga saman í
stuttu máli fáein aðalatriði í gagnrýni
minni, sem ég þykist hafa rökstutt með
skýrum dæmum.
1. Sjálft markmið ritgerðarinnar verður
smám saman það óljóst, að lesandinn
veit að lokum ekki hvaðan á sig
stendur veðrið.
2. Sum aðalhugtök höfundar eru ekki
nógu vel skilgreind, og hann beitir
þeim alltof oft á vafasaman hátt.
3. Samanburður höfundar — t. d. á hug-
myndaheimi þeirra Sigurðar Nordal
og Friðriks Nietzsche — er því sem
262