Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 58
Tímarit Máls og menningar máli skipta fyrir okkur nú á dögum og í framtíðinni. Vandinn er nákvæm- lega þessi: hvað skiptir máli? Þjóðernisstefnan átti svar við þessari spurn- ingu og ef við ætlum að taka okkur hana til fyrirmyndar - án þess þó að stunda sögu og kenna undir merkjum hennar - þurfum við að finna svar sem getur haft sambærileg áhrif og svar hennar. Getum við það? Erum við ekki ofurseld geðþótta, smekk og ólíkum hagsmunum þegar kemur að því að skera úr um hver þau viðfangsefni eru sem við leggjum til grundvallar sagnfræði og sögukennslu? Skiptir ekki allt máli sem viðkemur mannlífi? Eða skiptir nokkuð máli? Vanda okkar má orða á ýmsa vegu. Er til eitthvert heilsteypt hugmynda- kerfi (eða skynsamleg skoðanastefna) sem við getum stuðst við til að móta sögukennslu í skólum landsins? Eða er það í reynd happa- og glappaað- ferðin sem gildir á þessu sviði sem öðrum í þjóðlífi okkar? Gunnar gefur hinu síðara undir fótinn, því að hann vitnar í lok greinar sinnar í danskan sagnfræðing sem segir að nú sé runninn upp tími tilrauna og umræðna um sögukennsluna og okkur sé eins gott að vera viðbúin því að þetta geti leitt til hugsana sem ekki hafi ennþá verið hugsaðar. Þessi niðurstaða er því miður ekki eins hughreystandi og henni er ætlað að vera. Tími tilrauna og umræðna er löngu runninn upp, ekki aðeins um sögukennslu, heldur um hvaðeina í þjóðlífi okkar. Sá tími rann upp á öld upplýsingarinnar í Evrópu. Mér er næst að halda að hann sé á góðri leið með að renna út. Hann er raunar þegar liðinn samkvæmt þeim sem kenna samtíma okkar við eftirnútíð eða postmodernisma, eins og það heitir á er- lendum málum. Eftirnútíðin ber öll merki andlegs stjórnleysis, þar sem all- ar skoðanir, öll rök, allar hugsanir, öll markmið verða jafngild eða réttara sagt jafnmarklaus. Eftirnútíðin einkennist af því að mælikvarðarnir verða jafnmargir mönnunum og allt fer í einn graut. Það sem menn kalla „um- ræður“ er þá ekki annað en bægslagangur við að hræra öllu saman og gefa fólki síðan að smakka á alls kyns málþingum. Postmodernisminn, eftir- nútíðin, er sem sagt annað nafn á því sem Nietzsche kallaði nihilisma, tóm- hyggju. Þjóðernisstefnan sjálf sem okkur verður stundum á að horfa til með söknuði var kannski aldrei annað en ósjálfráð og algerlega röng varn- arviðbrögð gegn þessari tómhyggju, tilraun til að upphefja þjóðleg verð- mæti á kostnað þeirra verðmæta sem tengja saman menn og þjóðir af öllu tagi. Nú er tómhyggja nútímans erfitt viðfangsefni sem flestir leiða hjá sér í lengstu lög. Fáein skáld og heimspekingar hafa gefið henni gaum. En hún er og á eftir að verða æ áleitnara viðfangsefni. Eg tel raunar að hún sé þegar orðin höfuðviðfangsefni sögunnar hvort sem okkur er það almennt ljóst eða ekki. Ævinlega þegar spurt er um markmið, tilgang, merkingu er það tómhyggjan sem kveður dyra. Grein eða ráðstefna um markmið sögu- 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.