Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 130
Tímarit Máls og menningar
eldinn ef eitthvað er. Utgáfa Konráðs
hefur mjög mikið gildi vegna þess að í
henni er að finna ítarlegan og nákvæm-
an orðamun úr öllum tiltækum skinn-
bókum, en um textann sjálfan gegnir
öðru máli: hann er að vísu grundvallað-
ur á Reykjabók, sem þykir mjög gott
handrit (og er e.t.v. elst Njáluhandrita),
en Konráð víkur frá henni hvenær sem
honum býður svo við að horfa, - ekki
vegna þess að hann hafi komist að því
við handritarannsóknir að einhver ann-
ar lesháttur sé „réttari" eða „uppruna-
legri“ (því hann gerði ekki neinar kerf-
isbundnar rannsóknir af því tagi), held-
ur vegna þess einfaldlega, að samkvæmt
19. aldar málsmekk sínum og róman-
tískum hugmyndum um „frumtexta"
finnst honum lesafbrigði einhvers ann-
ars handrits „fallegra" og „betra“. A
þennan hátt blandar hann saman texta
handrita af mismunandi flokkum og
tekur stundum lesafbrigði ungs hand-
rits, sem hefur ekkert sjálfstætt gildi á
viðkomandi stað, fram fyrir texta elstu
og bestu handrita.
Vegna allra þeirra upplýsinga sem út-
gáfa Konráðs hefur að geyma um hand-
ritahefð Njáls sögu, má nota hana á
margvíslegan hátt. Samkvæmt þeim
samanburði sem ég hef gert hafa útgef-
endur Svarts á hvítu þó einfaldlega valið
þann kostinn að prenta Njálutexta út-
gáfunnar eins og hann kemur úr hræri-
vél Konráðs, þ.e.a.s. með þeim breyt-
ingum og frávikum sem hann hefur gert
á texta Reykjabókar, og hafa þeir ekki
vikið frá honum nema í einu atriði,
reyndar nokkuð mikilvægu. Nú vill svo
til, að yfirleitt er enginn grundvallar-
munur á hinum ýmsu handritum Njáls
sögu, þannig að þau textaafbrigði sem
um er að ræða skipta ekki neinu veru-
legu máli fyrir efni sögunnar, en þau
geta verið mikilvæg fyrir stílinn og „lit-
inn“ á frásögninni. Skulu nú nefnd örfá
dæmi valin af handahófi úr þeim köfl-
um sem ég hef borið saman. Þegar
Höskuldur kallar til sín meyna Hall-
gerði í 1. kapítula sögunnar, segir í
Reykjabók sem Konráð fylgir venjulega
(og Einar Olafur fylgir hér líka, þar sem
eyða er í Möðruvallabók): „hann tók
undir kverkina og kyssti hana“, og hið
sama stendur í öðru handriti, Kálfalækj-
arbók. Konráð breytir þessu samt eftir
handriti, Skafinskinnu, sem mun vera
öld yngra, og er setningin hjá honum:
„hann tók undir hökuna . . .“ Þannig er
hún síðan í útgáfu Svarts á hvítu. Þegar
Berþóra segir manni stnum og sonum
frá illyrðum Hallgerðar um „karl hinn
skegglausa" og „taðskegglingana“ í 44.
kapítula, svarar Skarphéðinn samkvæmt
texta Reykjabókar og Möðruvallabókar
og fleiri handrita sem eru samhljóða:
„gaman þykir kerlingunni að, móður
vorri“, en þessu breytir Konráð eftir
texta tveggja skyldra skinnbóka og bæt-
ir við „að erta oss“. Þessi viðbót, sem
margir myndu telja óþarfa (og kannske
þunglamalega ofskýringu), er síðan í út-
gáfu Svarts á hvítu. I frásögninni af
brennunni víkur Konráð einu sinni sem
oftar frá Reykjabók og tekur upp setn-
ingu um viðbrögð kvenna á Bergþórs-
hvoli, sem er einungis í Möðruvallabók
(en Einar Ól. telur svo augljósa viðbót
afritara að hann sleppir henni): „sumar
báru vatn eða hland“. Þetta mega teljast
nokkuð eðlileg viðbrögð, því hvað
gerði ekki Gúllíver, þegar eldur kom
upp í íbúð drottningar í Putalandi? en
það eru litlar heimildir fyrir því að
Njáluhöfundur hafi nokkurn tíma skrif-
að það, enda er setningin óþörf í frá-
sögninni. Samt er hún tekin í útgáfu
Svarts á hvítu. I 130. kapítula kallar
120