Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 17
Sölvi Sveinsson F Allt veit eg, Oðinn Hugleiðingar um Völuspá og túlkun hennar Hér er á ferð yfirlitsgrein um Völuspá, þar sem fjallað er um varðveislu hennar, samhengi og merkingu.auk þess sem rætt er ítarlega um túlkun einstakra vísna. Höfundur styðst við margvíslegar heimildir, svo sem orðsifjafræði og trúar- bragðasögu. Voluspá er einstök meðal heimilda um nor- ræn trúarbrögð að fornu, langt kvæði og fjallar um sköpun heims, upphaf manna, en þó sýnu mest um goðin sjálf, hvemig þau koma reglu á veröldina, átök þeirra við jötna og hvemig þau valda því síðan með breytni sinni, að heimur ferst og mestallt líf slokknar, jörðin sekkur í sæ, en rís síðan úr hafi iðjagræn og fögur, líf og regla sigra á nýjan leik, hvað svo sem framtíð ber í skauti. Það er grundvallaratriði í norrænum trúarbrögðum, að heimsendir er hluti af sjálfri sköpuninni, kosmólógíunni. Að því leyti er ásatrúin einstök meðal evrópskra trúarbragða.1 VÖluspá er stórbrotið kvæði. Það er ekki til í upprunalegri mynd, því að grundvallar- hugsun kvæðisins varðveittist um aldir í munnlegri geymd, hver kynslóð hafði kvæðið í sinni gerð; trú, menning og lífs- viðhorf að öðm leyti mótuðu það. Beztu handrit VÖluspár eru Konungsbók eddu- kvæða, skráð á seinni hluta 13. aldar, og Hauksbók, sem skrifuð var á fyrri hluta 14. aldar; þær eru að mestu með sömu erindi, en talsverður orðalagsmunur á einstökum vísum. VÖluspá Hauksbókar er einni vísu lengri. Báðar þessar uppskriftir eru skráðar af kristnum mönnum þegar forn átrúnaður átti í vök að verjast. Augljóst virðist, að eitthvað hefur glatazt frá því kvæðið var lifandi hluti orðlistar landsmanna. Snorri tilfærir á fjórða tug erinda úr Völuspá í Eddu sinni, og standa þau nær Hauksbók en Konungsbók. Kristileg áhrif eru sterkari í Hauksbók; m.a. er kaflinn um ragnarök 2 lengri og ítarlegri. Kvæðið er reist á goðsögnum, sumum eldgömlum, og eru þær náskyldar sambæri- legum sögnum í ýmsum indóevrópskum trúarbrögðum. Að því leyti er kvæðið túlk- un á fomum goðsögnum í bland við áhrif nýrra trúarbragða og utanaðkomandi menningar af öðm tagi. Búningur kvæðis- ins er listrænn og felldur frjálslega í skorður fomyrðislags, eldfoms bragarháttar, sem TMM 1993:1 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.