Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 18
hentaði til að fræða uppvaxandi kynslóð. Þær gerðir, sem skráðar voru á 13. öld, tolla vísast betur í bragreipum en tíðkaðist fyrir ritöld; fomyrðislag á gömlum rúnaristum er þó býsna þjált. Völuspá er stundum talin ort á mótum tveggja siða, ,,höfundur“ hafi verið heið- inn, en þekkt vel kristni. Sigurður Nordal ætlaði, að kvæðið væri ort á íslandi skömmu fyrir árið 1000, og svo telja fleiri fræðimenn vera. Þeir ætla, að kvæðið sé verk ákveðins höfundar. Ekki má festa augu of mikið við ártalið 1000 þótt kristni hafi þá verið lögfest á alþingi. Norrænar þjóðir höfðu kynni af Kristi kóngi í nokkrar aldir áður en þær gengust undir vald páfa, og gamall siður lifði í landinu, þótt annar væri lögfestur. Sú VÖluspá, sem hér var færð á bók, „varð til“ hérlendis í þeim búningi, sem komst á bókfell, líklega um 1200, en þá var kristin trú rótgróin í landinu þótt fom trú hafi án efa átt hlutdeild í guðsdýrkun landsmanna. Kvæðið kann að hafa verið ort löngu fyrr í upprunalegri mynd sinni, en hún er ekki til. Ritlist varð töm lærðum mönnum á 11. og 12. öld, en hún raskar öllum hefðum lifandi orðlistar. Leit að höfundi er gagnslaus og verður ekki til þess að auka skilning á kvæðinu. Mergurinn málsins er, að VÖluspá er reist á gömlum gmnni, og hugmyndir kvæðisins vom hluti af menningu norrænna manna um aldir, en þeir hafa orðað hugsun sína í mismunandi erindi innan sama ramma. Hver kynslóð felldi í sínar skorður margvís- leg menningaráhrif þótt einn maður hafi um vélt þegar kvæðið var skráð fyrsta sinni. Eitt er ljóst. Aheyrendur kvæðisins vom handgengnir goðsögnum, því að ella hefði kvæðið verið of torskilið og myrkt til þess að það fengi lifað af kristniboð og nýjan sið. Kvæðið krafðist þess af áheyrendum, að þeir kynnu skil á goðsögnum, sem tæpt er á. Margar þeirra em í öðmm heimildum, en aðrar eru einungis í kvæðinu, svo sem síðar verður vikið að. A 13. öld og líklega fyrr fór dróttkvæður skáldskapur að falla í skuggann fyrir öðmm bókmenntum, helgisögum, íslendingasög- um, fomaldarsögum og ekki sízt suðrænum bókmenntum, einkum riddarasögum. Snorri skrifaði Eddu til þess að styrkja hefðina, dróttkvæðin. Margar kenningar og heiti eiga rætur í fomum trúarbrögðum og goðsögnum og án þekkingar á fomum átrúnaði var ekki unnt að bera dróttkvæði fram til sigurs. Völuspá er heimskvæði hins foma átrún- aðar, lýsir sögu veraldar frá vöggu til grafar, ef svo má segja, rétt eins og Lilja og ótal fleiri helgikvæði kristinna manna. Því var jafnbrýn þörf að skrá VÖluspá eins og Eddu til þess að styrkja þann kveðskap, sem sótt var að. Það er svo alkunna, að dróttkvæði liðu undir lok, en bragformið lifði í helgi- kvæðum. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að endurbæta VÖluspá, raða vísum á annan hátt en handrit segja til um, leiðrétta orðalag á stöku stað o.s.frv. í því sem hér fer á eftir er stuðzt við útgáfur Ólafs Briems (2. útg., Rvk. 1976) og Gísla Sigurðssonar (2. útg., Rvk. 1987) á kvæðinu; númer erinda eru miðuð við útgáfu Ólafs, sem algengust er í skólum landsins. Rammi kvæðisins og stef Völuspa heitir kvæðið, og rammi þess er frásögn völvunnar og spá. í 28. erindi kvæðisins er vísað til upphafsins, tilefnis- 8 TMM 1993:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.