Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 19
ins. Óðinn kemur og vill að völvan skyggn- ist inn í framtíðina. Hann nær valdi á henni, vegna þess að hann sér hana fyrr en hún hann; hann horfir í augu hennar og nær stjóm á huga hennar: Ein sat hún úti, þá er inn aldni kom yggjungur ása og í augu leit: Hvers fregnið mig? Hví freistið mín? Allt veit eg, Óðinn ... Hér ávarpar völvan Óðin með réttu nafni, en hún notar oft heiti, sem lýsa ákveðnum eiginleikum guðsins, einkum stríðslyst hans: Valföður, Herföður, Sigföður, Herjan. í fyrsta erindi kvæðisins ávarpar hún Óðin, önnur goð og alla menn, en allt fram að 29. erindi er Óðinn að prófa þekkingu hennar. Hún þylur vitneskju sína og hefur hana frá jötnum, sem ólu hana upp. Jötnar em elztu vemr í heimi og em þess vegna vitrastir; þeir kunna skil á allri sögu heimsins. Ætt þeirra hefur varðveitt alla reynslu lífsins, og völvan býr yfir þessari vizku, bæði lifandi og dauðra. VÖlvan kallar sig ýmist hún eða eg. Hún er hundgömul og veit deili á sköp- un heims og manna, gerir glögga grein fyrir sælu og sakleysi í goðheimi, hvemig guðir komu reglu á veröldina, hversu öllu fór síðan hnignandi hjá þeim vegna aðgerða jötna, en ekki síður vegna breytni þeirra sjálfra. VÖlvan sannar Óðni þekkingu sína með þeim ágætum, að hann gefur henni gjaflr (29. er.), og þá hefst nútíðarsýn völvunnar, og hún einkennist af óheillavænlegum fyr- irboðum, dauða Baldurs, refsingu Loka og aðdraganda ragnaraka. Eiginleg spá hefst með 44. erindi þegar völvan skýrir frá því, að hún sjái römm ragnarök sigtíva, dauða goða. Hún spáir ragnarökum, lýsir atburða- rás, sér goðin falla og jörð sökkva í sæ, en hún greinir líka frá upprisu jarðar úr hafi, hvemig hin sælu goð birtast á nýjan leik og setjast að í fögmm heimi, án ills að séð verði. Lokaerindi kvæðisins markar upphaf þeirra atburða, sem völvan hefur séð í nútíð og framtíð: Hinn dimmi dreki kemur fljúg- andi neðan frá Niðafjöllum og ber nái í fjöðmm sér. Þetta er fyrirboði þess sem koma skal, heimsendir er í aðsigi, spá völv- unnar verður vemleiki, og hún sekkur í jörðu. Gísli Sigurðsson leiðir því rök, að orða- lagið Ein sat hún úti, /þá er inn aldni kom beri að skilja svo, að völvan nái tökum á Óðni. Völvur og seiðskrattar sátu úti til að leita frétta úr huldum heimum. Það hefur völvan gert svikalaust, hún nær valdi á Óðni, því að nú veit hún leyndarmál hans.4 Þessi túlkun leiðir til rökrétts skilnings á kvæðinu, en ég hallast að fyrri skýringunni. Af byggingu kvæðisins leiðir, að það er í þremur tímaþáttum, og hver hefur sitt stef. Fyrst er vikið að fortíð, og stefið í þeim þætti er margendurtekið: Þá gengu regin öll / á rökstóla, / ginnheilög goð / og um það gœttust... I öðmm hluta víkur völvan að samtíðinni, og stefið er ógnvekjandi og storkandi, eins og Nordal sagði5: Vituð ér enn — eða hvað? Óðinn neyðir hana til að tala. Það sem hún segir er illt, og hún vill komast hjá því. Loks er framtíðin á vöram völvunnar með viðlagi: Geyr Garmurmjög / fyr Gnipahelli, / festur mun slitna, / en freki renna. Rökstólar hefur bókstaflega þá merk- ingu, að þar sitja menn og rekja málavöxtu, leita sér ráða fremur en dæma. Þetta stef er TMM 1993:1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.