Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 21
Talan níu hlýtur að hafa verið mönnum heilög, svo oft sem hún kemur fyrir í mörg- um trúarbrögðum. Hér verða nefnd örfá dæmi úr norrænni og grískri goðafræði. Sjálfur Óðinn hékk níu nætur í trénu og nam fimbulljóð níu. Heimdallur var sonur níu mæðra. Gerður Gymisdóttir lofar Skími að hitta Frey í lundinum Barra „eft nætur níu“. Níundu hverja nótt dmpu átta hringar af Draupni, jafnhöfgir og hann var sjálfur. Hermóður reið til undirheima til að heimta Baldur úr Helju. Hann var níu nætur á leið- inni. Ægir og Rán eiga níu dætur. Áin Styx vatt sig níu sinnum utan um undirheima Hadesar, bróður Seifs Ólympsgoðs. Tart- aros heitir þar sem ríki Hadesar er dýpst, en það er jafnlangt niðri í jörðu og himinn er henni efri. Steðji er níu daga að falla niður í Tartaros. Seifur lá níu nætur með Mnem- osine. Blótin miklu í Uppsölum og Hleiðru voru níunda hvert ár. Níu man eg heima, segir völvan. Vaf- þrúðnir jötunn er margvitur, af því að hann hefur komið í hvern heim, níu kom eg heima/fyr Niflhel neðan segir hann í ljóð- málum, sem við hann eru kennd. Þetta má skilja og túlka á ýmsa vegu. Sannfærandi kenning er á þá lund, að sú trú yrði ríkjandi þegar menn fóm að erja akur, að veröldin fæddist, þroskaðist og dæi eins og kom á akri, blóm í varpa eða mannskepnan, en endurfæddist síðan hlaðin lífi og orku og sama þróun hæfist að nýju og síðan koll af kolli. í þessum skilningi höfðar völvan til aldurs síns og reynslu, hún man ekki ein- ungis tímana tvenna heldur líf níu veralda. VÖlvan er af jötnakyni, en jötnar em ná- tengdir undirdjúpunum. Þar er ríki dauðra og upphaf vizkunnar, því að hún er safn af lífi hinna dauðu. í bóklausri veröld færðist reynsla kynslóðanna milli manna, en safn- aðist ekki í handrit eða bækur. Hinir gömlu miðluðu henni áður en þeir fóm af þessum heimi; meðal þeirra bjó öll vizka manna. Þess vegna vom þeir grafnir heima í landi ættarinnar. Vizka þeirra og reynsla nýttist hinum sem eftir vom í krafti fóma og dýrk- unar. Vafþrúðnir kom í níu heima fyrir neðan Niflhel. Áin Styx rennur í níu sveigum um- hverfis dimma og drungalega veröld Had- esar, Hermóður var níu nætur til Heljar. Hér er talan til þess fallin að lýsa víðáttum und- irheimanna fremur en að dauðir hafi deilzt í níu staði, hvem upp af öðrum. En vel má skipta heimsmynd Völuspár og Eddu Snorra í níu heima: (1) Miðgarður eða mannheimur, (2) Ásgarður, veröld ása, (3) Vanabyggð, bústaðir Njarðar, Freys og Freyju, (4) Útgarður, heimur jötna, (5) Álf- heimur, sem er tengdur Frey, (6) veröld dverga í steinum og klettum, (7) Niflheim- ur, dvalarstaður dauðra hjá Hel, (8) Ná- strönd, dvalarheimur morðvarga, mein- svara og flagara eftir dauðann, (9) Valhöll, o sæluveröld vopnbitinna manna. Talan níu er einnig sérstök af öðmm ástæðum. Fóstur er níu mánuði að vaxa og þroskast í skauti móður. Þetta undur lífsins var mönnum mæta vel ljóst, og snar þáttur í frjósemisdýrkun bænda og búaliðs var að viðhalda sköpunarmætti jarðar og viðkomu búpenings. Þeir virðast hafa trúað því, að veraldarhjólið snerist sinn hring á níu ámm. Þess vegna voru höfuðblót á níu ára fresti. Hugmyndir manna um dauðann eru fjarska ólíkar. í frjósemisdýrkun fornaldar var dauðinn gildur þáttur, hann var hinn mikli andstæðingur, í senn upphaf og endir, því að í dauðanum endurfæddust menn. Risavaxnar steindysjar víða í Evrópu eru stórbrotin minnismerki um dauðradýrkun, TMM 1993:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.