Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 22
eins og ríkulegar skipsgrafir frá víkingaöld. I hinni fomu borg Jeríkó hafa fundizt grafir undir gólfskán híbýla. Líf og dauði vom eitt, menn komu frá dauðanum til lífsins fyrir gæzku skaparans og hurfu til hans aftur þegar nóg var lifað.9 Óðinn hékk níu nætur í tré, fómaði sér sjálfum sér. Þannig varð hann fróður, hann nam níu fimbulljóð. Þetta er hægt að túlka svo, að hann hafi ,,ferðazt“ um lífið og skyggnzt í veröld hinna dauðu, öðlazt vizku þessa heims og annars, endurfæðzt. Þessi hugsun er ekki bundin við norræn trúar- brögð. Ýmsir þjóðflokkar indíána höfðu þann sið að lyfta líki níu sinnum á leið til grafar. Þeir trúðu því, að þannig væri hinn lámi færður á fósturstig og honum auðveld- uð endurfæðing til annars lífs handan graf- ar. Meginblót vom haldin níunda hvert ár í Uppsölum og Hleiðm og sjálfsagt víðar, af því að þá endurfæddist veröldin. Þau stóðu í níu daga, og fórnardýrin voru m.a. hengd í tré, líklega til að endurtaka hina fyrstu fórn, er Óðinn hékk í trénu, sjálfu lífstrénu, hinum mæra mjötvið, sem völvan man fyr mold neðan, aski Yggdrasils. Þessa sér stað í dýrkuninni. Goðsagnir um Óðin tengja hann ótvírætt dauða, vizku, töfram. Hann er í senn dauðinn og holdgerving þeirrar vizku, sem bjó í heimum dauðra, og helgi- staðir hans eru gjaman trjálundir. Hinn mæri mjötviður Trú á tré eða guðdóm, sem bjó í tré, er ævaforn og á líklega rætur til þess að rekja, að margar trjátegundir verða gamlar, þær þroskast og dafna meðan kynslóðir manna fæðast, eldast og deyja. Þessi trú öðlaðist nýtt og aukið mikilvægi þegar menn fóra að rækta jörðina. Þá efldist sá heimsskiln- ingur, að veröldin væri eins og gróður jarð- ar, lifandi heild, sem fæddist, dafnaði og dæi. Tákn þessarar heildar varð tré í miðju veraldar, sem teygði rætur sínar um myrk- usm undirdjúp, en greinar námu við sjálfan himin. Það tengir saman öll svið heimsins, himin, jörð og undirdjúpin. Guðsdýrkun manna beindist að því að tryggja um eilífð hringrás náttúrannar, ekki einungis gróður- og dýralífs, heldur og lífstrésins, heimsins sjálfs. Þessi trú er þekkt meðal margra fom- þjóða. Mjötviður mær, hið ágæta metatré, mæli- tré. Orðið mæla er tvírætt í þessu samhengi. Annars vegar táknar það rúm: Það náði jafnlangt og heimurinn, það var veröldin sjálf í lifandi heild, yztu takmörk hennar á alla vegu. Það er heiðvanur helgur baðmur, segir í 27. vísu, heilagt tré, sem teygir sig um heiðið, himininn. Og rætur þess smugu um alla heima og enduðu í brannum, en germanskar þjóðir höfðu átrúnað á lindum eða vættum, sem þar bjuggu. Hins vegar er sögnin að mæla notuð um tíma og í þeirri merkingu vísar tréð beint til örlaganna: heimur stendur jafnlengi og tréð. Heimsendir á sér aðdraganda, en allt leik- ur á reiðiskjálfi þegar jötnar leggja til at- lögu. Ætla má, að 46. vísa VÖluspár lúti að þessu: Leika Míms synir, en mjötuður kyndist að inu galla Gjallarhomi. Hátt blæs Heimdallur, horn er á lofú, mælir Óðinn við Míms höfuð. 12 TMM 1993:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.