Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 29
skipulagi. Bæði tengjast þau dauða, eru nærstödd þar sem menn falla, en slíkt er einmitt einkenni fijósemisgyðja; dauðinn er endurfæðing. Til að innsigla friðinn spýta vanir og æsir í ker, og af þeim hráka var sá hundvísi Kvasir skapaður. Dvergar drápu hann og blendu blóð hans hunangi og af varð skáld- skaparmjöðurinn, hinn helgi drykkur, sem Óðinn komst síðar yfir með klækjum. Mjöðurinn var heilagur, því að samdrykkja manna var til þess að styrkja goðin og verða eitt með þeim, innsigla friðargerðina og efla jarðarmegin. Á gengust eiðar Vísa 25 er ekki í beinu framhaldi af hinni 24., en auðveldlega má fylla í eyðuna með Eddu Snorra. Jötunn í smiðsgervi býðst til að endurreisa virkisgarð ása á einum vetri gegn því að fá Freyju, Sól og Mána í laun og njóti hann einungis aðstoðar eins hests. Loki fékk æsi til að fallast á þetta, og þeir gera samning við smiðinn í þeirri fullvissu, að þetta væri ómögulegt. Smiði og hesti virtist hins vegar ætla að takast ætlunar- verkið, en með klókindum sínum tókst Loka að koma í veg fyrir það, en síðan drap Þór jötuninn með hamri sínum. Það er slíkt voðaverk, að höfundur endurtekur fjórum sinnum sömu fullyrðingu: Á gengust eiðar, orð og særi, mál öll meginleg, er á meðal fóru. í þjóðfélagi án ritlistar verða orð að standa, annars eru reglur samfélagsins lítils virði. Þegar höfuðguð brýtur orð og særi, þá er vá fyrir dyrum og viðbúið, að veröld sé í mikl- um háska. Eiðrof eru jafnslæm og mein- særi, en þeir sem sóru rangan eið að helgum baugi fóru norður og niður til Nástrandar skv. Voluspá, eins og morðingjar og þeir menn, sem teygðu konu annars manns til ásta. Sjálf samfélagsskipanin hrynur ef guð og menn virða ekki samninga, mál öll meg- inleg. Þetta er ekki einsdæmi í fomum trú- arbrögðum. í Avesta, trúarriti Persa, eru gmndvallarsjónarmið Zaraþústra skráð og skýrð. í sálmi til Míþra ávarpar Ahúra- mazda spámann sinn, Spítama Zaraþústra: Sá níðingur sem gengur á gefm orð, ó Spítama, leggur allt land í auðn, eins og hundrað tröll eða sá sem drepur réttsýnan mann. Þú mátt ekki ijúfa sáttmála, Spítama, hvorki þann sem þú gerir við vantrúaðan mann né þann réttsýna, sem tilheyrir söfn- uði þínum. Því sáttmáli gildir fyrir hvom tveggja, bæði þann sem afneitar trúnni og hinn trúaða. Hinn hagaríki Míþra gefur þeim mönn- um fótfráa hesta, sem ekki hafna sáttmálan- um. Ahúramazda gefur þeim eld, sem ekki afneita sáttmálanum. Hinir góðu, voldugu, blessunarríku vemdarandar hinna trúuðu gefa þeim sem ekki afneita sáttmálanum dýrlega afkomendur.15 Eiður, sáttmáli, varð undirstaða réttarins, sem fékk trúarlegan blæ, var meira að segja persónugerður í sérstökum guði meðal ým- issa þjóða. Ein goðsögn bendir til, að Týr hafi fengið það hlutverk meðal norrænna manna eftir að staða hans sem himinguðs veiklaðist. Þór drepur jötun í griðum, en eiðar voru gildir, og skipti engu þótt jötnar ættu í hlut. En þetta eru ekki einu eiðrof goða. Þeir gera líka samning við Fenrisúlf, TMM 1993:1 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.