Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 51
fátt rannsóknarvert í íslendingasögum og hafni hinu sem skáldskap. En um leið er líf meirihluta manna haft að engu, hlaupið er yfir raunsæisleg smáatriði daglegs lífs sem svo víða er lýst í sögunum og segja svo margt um þarflr, þrár og kenndir venjulegs fólks. En sjálf aðgreiningin milli staðreynda og skáldskapar, sem bókfestumenn lögðu svo ríka áherslu á — var hún ekki alla tíð dálítið of einföld? Eða með öðrum orðum: hvers vegna áttu bókfestusinnar að fallast á þá röksemd að íslendingasögur, sem eru svo auðugar af frásögnum um einkalíf og einkahagi, varði ekki „eiginlega sagnfræði, ekki einu sinni sögu íslendinga“? Orð Nordals gegn sagnfræðilegri túlkun á ís- lendingasögum og þröngur skilningur hans á sannleiksgildi sögulegra atburða báru vitni um verulega íhaldssemi þegar árið 1957. Seint á fimmta áratug aldarinnar höfðu aðferð félagslegrar sögu og mann- ffæðin vaxandi áhrif. í ýmsum greinum öðrum en íslenskum fræðum höfðu menn þegar fengist við liðinn tíma af meiri víð- sýni en svo að horfa aðeins á atburði liðins tíma frá sjónarmiði hins þurra annáls. Meðal frægra fræðimanna sem höfðu for- ystu á þessu sviði voru sagnfræðingar, mannfræðingar og félagsfræðingar á borð við Max Weber, Karl Polanyi, Talcott Par- sons, R.A. Tawney, Amold Toynbee, Marc Bloch og Lucien LeFebvre, svo einhveijir séu nefndir. Er um að ræða einhverja dýpri ástæðu fyrir umræddu banni íslenska skólans við sagnfræðirannsókn á íslendingasögum en einberan áhuga hans á bókmenntalegri túlkun? Enn er svarið: Þjóðemishyggja. Sjálfstæðisbaráttan: fortíðarsinnar og framtíðarsinnar Enda þótt þjóðernishyggja sé mikið við- fangsefni, sem ekki verða gerð nein umtals- verð skil í þessari ritgerð, má vekja athygli á einu gmndvallaratriði í þessu sambandi og það er pólitískt andrúmsloft á þeim tíma þegar bókfestumenn mótuðu afstöðu sína. Höfundar íslenska skólans settu fram að- greiningu sína milli sögu og skáldskapar á tíma sem einkenndist annars vegar af þéttbýlismyndun og hins vegar af lokaþætti sjálfstæðisbaráttunnar. Fyrir fylgismenn hennar var kenningin um bóklegan uppruna fslendingasagna annað og meira en sér- fræðilegt akademískt ágreiningsefni. A íslandi einkenndust seinni hluti 19. ald- ar og fyrri hluti 20. aldar sem kunnugt er af sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Þjóðin hafði ekki notið sjálfstæðis frá falli þjóðveldisins 1262-1264 og komst undir dönsk yfírráð árið 1380. Danir voru lítils metnir á íslandi ekki síst vegna þess að menn tengdu stjórn þeirra tveim síðustu tugum 18. aldar sem voru einhver versti harðindatími í sögu þjóðarinnar. Þar við bættust óstöðugleiki í konungsstjórn, stjómmálum og efnahag Danmerkur. Að hluta til má skilja harkalega meðferð Dana á íslendingum um þetta leyti í ljósi umróts og ótrausts efnahags Dana sjálfra á árunum fyrir frönsku stjómarbylt- inguna og svo á árum Napóleónsstyrjald- anna. Ekki bættu Móðuharðindin úr skák sem leiddu til hungursneyðar á íslandi og kostaði fimmtung þjóðarinnar lífið. Um 1800 vom íbúar landsins aðeins 47.000. Enn má nefna einokunarverslun Dana sem jók á vandann. Hún var stofnuð árið 1602 og var svo slitin úr tengslum við ástandið á íslandi aðjafnvel árið 1784 þegar hungurs- TMM 1993:1 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.