Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 52
neyð ríkti í landinu var gert ráð fyrir útflutn- ingi á matvælum.17 Það var í kjölfar þessara hremminga sem Islendingasögur fóru að leika vaxandi hlut- verk við mótun íslenskrar þjóðarvitundar. Þó að sögurnar hefðu áður styrkt þjóðlegt stolt og menningarlega sjálfsmynd sumra Islendinga, fengu þær nýtt pólitískt gildi á áratugunum eftir frönsku stjómarbylting- una. Eftir því sem leið á 19. öld mynduðu Islendingasögur gmndvöll stjórnmála- vakningar sem tengdist markmiðum á sviði menningar, stjómskipulags og efnahags. Lengi fram eftir öldinni glímdi þjóðin við hnignun, fátækt og harðindi sem vom alger andstæða þeirrar hagsældar sem lesa mátti um í fomritunum. í lok 19. aldar urðu ís- lendingasögur fáanlegar í ódýrum útgáfum. Eins og Halldór Laxness segir, sýndu þær fyrri aldir í miklum Ijóma, og mátti skilja að lífið til forna hefði einkennst af frelsi, veislum, kaupskipum og dýmm gjöfum — og þá fóru merkir íslendingar á fund nor- rænna og breskra konunga og fengu af þeim sóma. Samanburður við fortíðina var vin- sæl dægrastytting hjá íslendingum á 19. öld og raunar fyrr. Forsenda hugmyndarinnar um hnignun og fátækt þjóðarinnar var að það var ekki fyrr en nokkru eftir 1870 sem íbúatalan fór loks yfir 70.000, en talið var að sá hefði verið íbúafjöldi í landinu á þjóðveldistímanum. í augum Islendinga var afar skýr andstæða milli danska ný- lendutímans og „gullaldar íslendinga“ eins og nú var farið að nefna þjóðveldistím- ann.18 Þrátt fyrir erfiðleika sína nutu íslendingar þess á 19. öld að hafa tekist að varðveita tungu sína, menningu og læsi á erfiðum tímum. Árið 1845 var Alþingi endurreist eftir að hafa legið niðri frá 1800, og um leið kom fram byltingarórói í Danmörku sem varð málstað fslands til framdráttar. Árið 1848 afsalaði konungur sér einveldi án þess þó að vald hans minnkaði á íslandi um skeið. En nýjar hugmyndir festu rætur með- al íslenskra menntamanna, einkum þeirra sem bjuggu í Kaupmannahöfn. Tveir þýskir heimspekingar, þeir Johann Gottfried Herder og Wilhelm von Humboldt, höfðu talsverð áhrif á vakningu íslendinga.19 Einkum höfðu skoðanir Herders hvetjandi áhrif á þjóðemisviðleitni íslenskra náms- manna og menntamanna í Kaupmannahöfn á 4. áratug 19. aldar og veittu fræðilega skýringu á því hvers vegna velmegun ís- lendinga var meiri á miðöldum en síðar. Herder sagði að þjóð sem stjómað væri af útlendingum og útlendum stofnunum hlyti að staðna. Framfarir þjóða hlutu að hans dómi að grundvallast á því að þjóðin hefði frelsi til að þróa þjóðaranda sinn hindrunar- laust. Ef ísland var fátækt, þá var það vegna skorts á frelsi. Eins og sjá mátti af velmeg- andi bændum og höfðingjum íslendinga- sagna, var allt með öðrum brag þegar ísland var sjálfstætt. Þó að hugmyndir af þessu tagi hafi styrkt þjóðerniskenndina meðal íslenskra menntamanna leiddu þær einnig í ljós hug- myndafræðilegan mun sem átú eftir að skipta Islendingum í tvo hópa næstu öldina og endaði með sigri annars hópsins er bók- festukenningin var sett fram á 4. tug 20. aldar. Ágreiningur hópanna, sem kalla mætú fortíðarsinna og framúðarsinna, varðar mismunandi skoðanir á hinu nýja Islandi. Fortíðarsinnar vildu að hið nýja Islandi líkúst þjóðveldinu sem mest, og umfram allt voru það Fjölnismenn sem þessu héldu fram. Þeir litu á fortíðina í þjóðernisrómantísku ljósi og fegruðu fyrir 42 TMM 1993:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.