Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 66
styrjaldar þegar þorpsbúar áttu það til að verða yfir sig reiðir af því að rithöfundur „notaði þá í verk sín“ og þeir úthýstu hon- um með þeim ágætum að það varð prýðileg auglýsing fyrir verk hans. Hver vill ekki lesa bók eftir mann sem er útskúfaður? Núna er það úr sögunni að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi, bækur sem ná mestri hylli eru nær undantekningarlaust eftir menn sem eiga heima alls staðar og hvergi en skrifa fyrir auglýsingavélina og eiga alheiminn fyrir fósturmold. Skáldsagnahöfundar sem hafa fæðst hjá fámennum þjóðum og eiga þar af leiðandi óhjákvæmilega heima í litlu málsamfélagi geta ekki gengið auðveldlega á vit al- heimsins og sótt í sjóði hins algilda eða í sameiginlegt gildi nútíma sölumennsku, í fórur þess mikla efniviðar sem hefur glatað sérkennum og hlotið í staðinn alþjóðlega stöðluð viðfangsefni sem eru venjulega al- þekktar frumstæðar tilfinningar með ívafi t.d. ástar, eltingarleiks, feluleiks og græðgi græðginnar vegna. Það stafar af því að les- endur á hinum stóru málsvæðum veita ekki viðtöku höfundum af útjöðrum heimsins, hversu góðir sem þeir kunna að vera eða miklir heimsborgarar í anda. Enginn mundi líta við sögunni um James Bond ef hún væri eftir færeying. í þessu efni er dómgreindar- leysi og þröngsýni hins stóra engu minni en hjá hinu smáa þótt hvort tveggja nái þar víðar og sé þess vegna alþjóðlegra. Saga um lítinn glæpamann í New York finnur hljómgrunn hvarvetna, en svipuð saga sem gerðist í Reykjavík gæti það ekki þótt hún væri engu verri hvað varðar byggingu og innihald. New York hefur unnið sér sess sem æsileg glæpaborg en Reykjavík ekki. Hún er ekki einu sinni komin á glæpakortið sem mesta smáglæpaborg í heimi. Vandi skáldskaparins er sfst minni á litl- um málsvæðum en á stórum. Hann er á allan hátt sá sami og þar, en hann er líka gagnstæður því áhugaleysi á samanburði á bókmenntum og umhverfi sem ég hef lýst, enda verða lesendur lítilla sanda ,,að kann- ast við“ eða f inna í bókum persónur eða efni sem er annaðhvort hliðstætt veruleika þeirra eða tekið umbúðalaust úr honum og þjóðlífinu ef þeir eiga að geta „tekið mark á því“ með góðu móti. Þeir óttast í senn og vona í hégómlyndi sínu að höfundurinn kunni að hafa stungið þeim og leyndarmáli þeirra inn í atburðarásina. í litlu samfélagi eiga allir á hættu að koma fyrr eða síðar fram á nærklæðunum í skáld- sögum, en helst verður að skína í eitthvað bert á nágrannanum ef bókin á að vekja athygli. Vinsælar bækur á litlu málsvæði eru annaðhvort í ætt við lykilbókmenntir eða orðaleppa. Frami þeirra verður samt mestur og „óttinn við textann" er næstum enginn hjá almenningi eða valdhöfum ef efni þeirra er byggt á viðteknum skoðunum á því hvernig „við erum í meinlausu gamni og góðlátlegt grín gert að öllu saman“. Vegna þess hvað ég var óh'fsreyndur í umgengni við ritmálið, og getulaus við upphaf ferils míns að láta persónur stökkva fullskapaðar úr höfðinu, neyddist ég til að nota við samningu þeirra litla og slípaða fjörusteina sem ég merkti og færði fram og aftur um sögusviðið líkt og ég hefði lifandi persónur mér til aðstoðar. Ég var þess vegna vanur að segja þá sjaldan ég var spurður „heyrðu, um hvað fjalla bækumar þínar eiginlega?“, að ég gæti fremur teikn- að söguna en lýst efni hennar með orðum. Þetta gerði spyrjandann svo gáttaðan að hægt var að beina strax umræðunni að hon- 56 TMM 1993:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.