Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 67
um sjálfum og hvað hann væri að gera. Það
var alltaf eitthvað merkilegt.
Betra reyndist mér samt við iðkun skáld-
skaparins að nota á einhvem hátt lifandi
persónur. Þótt ég kynni að láta þær koma
fram í texta undir öðm nafni en í veruleik-
anum notaði ég þær í „réttri“ mynd í hug-
anum á meðan samning efnisins var á
frumstigi, í þeirri trú að enginn kæmist að
þeim þar og sæi að t.d. kona sem hét Jóna í
sögu væri kannski í huga mér hún Gunna í
næsta húsi. Sagan fjallaði ekki um hina
raunverulegu Gunnu og lífshlaup hennar,
heldur var hún fremur viðhorf en lýsing á
lífinu, ímynduð, skálduð saga, uppspuni frá
mér sem var háður hugmyndum mínum eða
lífsviðhorfi. Vinnuaðferðin er samt dæmi
um verksvit þess sem er átthagabundinn,
þótt hann reyni að frelsa sig af þúfunni og
færa hugann yfir á víðari svið.
Best var og happasælast að nota í hugan-
um persónur sem vom mér nákomnar og
helst að einhverju leyti kærar. Efnið fjallaði
ekki á neinn hátt um verk þeirra, en þær létu
þægilega að stjóm í tilfærslunni á þeirri
krókóttu leið sem ég leiddi þær um sögu-
þráðinn eða samhengið, vegna þess að hug-
ur minn var orðinn vanur þeim vegna
hugsunar um þær í veruleikanum. Mér
fannst síðan vera auðvelt að segja skilið við
þær á mörkum hugmyndar og pappírs. Á
því andartaki glötuðu þær persónuleika sín-
um samkvæmt gangi mála í höfðinu á mér
og tóku við innihaldi frá hugsun minni og
söguefnið var fært á önnur nöfn en þeirra.
Einhverra hluta vegna varð ein af frænk-
um mínum fyrir valinu sem reyndist vera
gædd þeim töframætti að hún gat gegnt
jafnt hlutverki karls og konu við skáld-
sagnagerðina, þótt hún gegndi aðeins hlut-
verki móður í veruleikanum. Efni skáld-
skaparins sem hún tók að sér í hugmynda-
heimi mínum átti að sjálfsögðu ekkert skylt
við hana, engu að síður óttaðist ég að ef hún
gleptist til þess óraunsæis að lesa bókina
mundi hún sjálf skína þar sem rétt spegil-
mynd á móti henni vegna einhvers töfra-
máttar, að hún sæi sig í gegnum uppspunna
nafnið og þannig liti hún sína réttu mynd
sem ég hefði rekist á við blindan uppspuna
minn og kæmist að dulmálinu. Til allrar
hamingju fór aldrei svo illa, ekki aðeins
vegna þess að hinni ágætu konu hefði aldrei
dottið í hug að lesa stafkrók eftir mig, held-
ur líka fyrir sakir þess þægilega galdurs
líknseminnar í gerð mannsins, að maður
getur staðið við hlið einhvers og spunnið
með sjálfum sér um hann fáránlegustu sög-
ur án þess að hann gruni eða hafi hugmynd
um efnið.
Slíkrar hræðslu óvissunnar við umhverf-
ið og efnisval í texta gætir aðeins á fyrsta
skeiði höfundarferilsins. Síðan færir skáld-
sagnahöfundurinn sig upp á skaftið, hann
fær öryggi eða lætur sér fátt um finnast
hvað umhverfið tautar og raular, þó er lík-
legast að honum takist að rekast á eigin
heima í höfðinu, þá reimleika eða vofur
hugsunarinnar sem virðast vera að miklu
leyti óháðar umhverfi hans og eru fæddar
af sjálfum sér. Skáldsagan verður hans eig-
in mynd, mynd af innra landslagi sem hefur
verið fært í búning persóna í bók með fólki,
fjöllum, vötnum og himni.
Ótti umhverfisins við textann
Höfundur fær aldrei að vita með vissu
hvemig umhverfið óttast skáldskap hans.
Ef verk hans skipta verulegu máli hvað
varðar stíl og innihald og möguleika til að
TMM 1993:1
57