Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 116
bókinni. Ljóðið Iætur lítið yfir sér í byijun, lýst er Skólavörðuholtinu á þungum vetrardegi. Svo þungur var hann þessi vetur að fólk á leið til vinnu í morgunsárið ávarpaði hvert annað á Skólavörðustígnum Menn leituðu skjóls undir veggjum Hábæjar og ræddu um frostaveturinn mikla lurk og fjárfelli Með óvæntu myndmáli verða staður og stund skyndilega óræð, skil nútíðar og fortíðar virðast hverfa og ljóðið tekur á sig stemningu fomrar bögu um leið og það lýsir kunnuglegu umhverfi úr nútímanum. Tvísýnt var að leggja á holtið þegar hann stóð úr skörðunum við Iðnskólann Fátt um kennileiti varðan horfm — rofin dys úti í iðukóftnu grámataði í kross Að baki hún langa fasta loksins loksins páskafrí En í lokin rofar aftur til og ljóðið endar með sérlega skemmtilegri mynd þar sem „tíst tölvu- spilanna“ hefur tekið við vorboðahlutverkinu af lóusöngnum. Nú enduróma skólagangamir af tísti tölvuspilanna sem lætur í eyrum eins og ljúfur söngur eins og lóusöngur Yftr Hallgrímskirkju kviknar sumartungl „Lóusöngur" er eitt af átta ljóðum í fyrsta hluta bókarinnar og eru þau ljóð efnislega tengd — í þeim flestum er ort um heim bamakennarans á einn eða annan hátt. í ljóðunum „Vormorgunn“ og „Dýrleif grætur“ segir af bömum á leið í skólann. í því fyrrnefnda er brugðið upp ákaf- lega fallegri mynd af dreng sem treður snjó í skólaporti: „treður sporaslóð / í sveiga / teiknar línur / ár og strendur / býr til landakort.“ Þetta ljóð er fyrsta ljóð fyrsta hluta og er það mjög viðeigandi — upphafið markar lítill drengur í ónumdu landi, hann er í senn landkönnuður og geimfari, framundan ónumin lönd og endalausir möguleikar. I síðarnefnda ljóðinu fylgjum við hins vegar telpum sem eru að verða seinar í skólann — og ein þeirra grætur. Ljóðmælanda gmnar að orsök gráts Dýrleifar sé einhver önnur og meiri en það að verða of sein í skólann og reynir: „að stugga burt angistinni / sem á sér dýpri rætur / handan við þennan hversdagsgráa morgun.“ I ljóðinu „í skriftartíma“ er einnig grunur um angistarfulla tilveru hjá litlu stúlk- unni sem teiknar mynd af grátandi sól: „tára- lækir ná alveg niður í bláar öldumar / og barmafylla hafið.“ í þessu ljóði og ljóðinu „Á sjöunda degi“ sjáum við kennarann í skólastof- unni, lýst er tengslum kennara og bama og því hvemig eitt tilsvar hjá bami, eða smáatriði í teikningu bams, getur vísað langt út fyrir sig. Þannig öðlast lítið ljóð aukna merkingu og hið ósagða leitar á lesandann. Fá vel völd orð vekja upp gmn um aðrar og meiri sögur. I ljóðinu „Sérstakur dagur" er ort beinlínis um hið stóra sem hið smáa getur geymt. Ljóð- mælandi finnur perlu á götunni og fundurinn verður tilefni gleði og fullnægju fyrir ftnnand- ann sem skynjar leynda, persónulega merkingu í fundinum þó hann viti ... að í raun og veru gerðist ekkert þetta var bara ómerkileg glerperla samt flutti hún þér skilaboð dularfull og náin aðeins þér alla ævi manstu daginn daginn þegar þú fannst perluna 106 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.