Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 14
sem var áferðin á öllum skáldskap, líka hjá ungum mönnum. Ég þekkti það af bókum en það var mér ekki tamt. Þetta var ein af ástæðum þess að menn stungu við fótum þegar þeir lásu Borgin hló og sögðu: „Nei, þetta er ekki hið ljóðræna tungutak!“ Walt Whitman var söngvari eins og ég vildi verða, og hann sagði mér ungum að tungutak mitt væri fullgilt skáldskaparmál, þó að það væri ekki ofið úr gullaldarvef íslenskrar málsmenningarhefðar. Kvæðið sem þú fórst með heitir Hörpusláttur. Þegar Steinn las handritið yfir ákvað hann að það yrði fyrsta kvæðið í bókinni. Og Steinn skrifaði við þetta kvæði: „Ágætt.“ Og þegar ég sá þetta íyrsta blað þegar ég sótti handritið til Steins þá þurfti ég ekki meira. Þá átti ég hálfan heiminn. Ég nefndi áðan að skáldskapur væri tilraun til að stöðva tímann. I þessu kvæði er talað um Kolbeinshaus. Nú eru þeir búnir að leggja götu yfir Kolbeinshaus, hann er horfinn. En hann er til í þessu kvæði! Það sýnir að þeir geta ekki drepið Kolbeinshaus. Hann er þarna. Finnst þér þetta ekki dálítið merkilegt? Þú getur ekki tekið mynd af Kolbeinshaus, en hann er þarna! Hitt skáldið var breska ljóðskáldið Dylan Thomas. Hann var fljúgandi skáld með ótrúlega veröld undir vængjum. Ég gladdist yfir ljóðum hans, ég las þau upphátt, ég skrifaði um hann, og svo var annað: Hann lifði í samtíð sinni, ekki innan klausturmúranna heldur fyrir utan þar sem ég hafði einnig viljað hasla mér völl. Og hann náði tengslum við samtíðina, hann talaði við fólkið í kringum sig, hann flaug inn í hvers manns hjarta og hann flutti sín kvæði. Þetta heillaði mig, gjörsamlega. Hann og Whitman voru einu skáldin sem ég hirði ekki um þótt merki sjáist um í ljóðum mínum.“ „Komdu svo ég geti kysstþig áður en þú deyrð“ — segirðu í „Þögnin var eina svarið“ í Borgin hló. Erþetta arfur Bjarna Thorarensens eða þín eigin rómantík? „Ég þekkti Bjarna Thor vel, og virti hann mikils. En ég held að þetta séu ekki áhrif frá honum heldur eðlislæg rómantík og grunur um dauðann.“ Dauðinn erfrekur íþessari fyrstu bók þinni. „Já, ég þekkti fólk sem dó.“ Dauðinn er svo ótrúlega nálœgur ogþó ertu ekkiþrítugur maður. Misstirðu ástvin? „Ég fékk skarlatssóttina þegar ég var drengur, og hún var dauðadómur. Ég gleymi aldrei þegar læknarnir stumruðu yfir mér í óráði og dæmdu þetta skarlatssótt og allir bara forðuðu sér! Maður hefur upplifað hálfgerðan svarta dauða! Dauðinn fylgdi mér og ég vissi að hann var alltaf nálægur.“ En þú misstir ekki beinlínis neinn þér tnjög nákominn? „Þegar ég vann í Siglufirði ungur maður þá eignaðist ég marga góða vini. Þarna var lífsglatt ungt fólk. Meðal þess var ung stúlka sem dó úr botnlanga- bólgu nítján ára gömul. Hún er kannski þarna, til dæmis í ljóðinu „Svört mold“. Og þó er ég ekki viss. Þarna er slengt saman skáldlegum draumi og veruleika. Þegar þetta kvæði er ort voru mörg ár liðin frá því ég kynntist 12 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.