Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 24
skáldskapur, en ég man ekki til þess að það hafi verið haft orð á því. Á þessum flokki er algerlega mitt tungutak. Þegar við Hanna vorum í Everglades þá sáum við fugla sem voru eins og fiskar og fiska sem voru eins og fuglar. Um það orti ég nokkur kvæði svona mér til minnis í staðinn fyrir að hnýta hnút á vasaklútinn minn. Það eru kvæði eftir mig um allt heima, á alls konar minnismiðum. Hanna hefur stundum geymt þetta að gamni sínu. í nýju umhverfi breytist ég sjálfur í eitthvað nýtt og ég fer að spinna inn í þetta nýja umhverfi til að ná einhverri handfestu. í náttúrunni tekur allt á sig þá mynd sem hentar, og í einni af þessum fínu sjónvarpskvikmyndum Attenboroughs þá getum við séð hvern- ig fuglar sem frjóvga plöntur laga sig að þeim, og hvernig þær laga sig að fuglsneíjunum sem eiga að dreifa fræjunum. Maður sér pínulitla fúgla með ógurlega löng nef sem þeir stinga ofan í blómkrónu effir fæðu en taka um leið frjó blómanna og dreifa þeim. Ég verð æ meir þeirrar skoðunar að hið lífræna efni hugsi. Náttúran lagar sig að aðstæðum eins og hún hugsi eftir aðstæðum. Hún býr til nef fyrir blóm, hún býr til blóm fyrir nef. Og okkur er alltaf hollt að draga ályktanir af náttúrunni. Hún er sá stóri lærimeistari. Gott ljóð lagar líka form sitt eftir efninu. Og þegar við tölum um nýtt form, þá er það umhverfið, nýr tími, sem kallar á þetta nýja form. Við erum partur af náttúrunni, þess vegna notar hún okkur til þess að búa til nýtt form sem hæfir því sem við erum að gera. Sama formið hentar ekki öflum kvæðum. Kvæðið verður að leita að forminu í samræmi við það efni sem um er fjallað. En það er mikil list að velja kvæði ytra form sem efninu hæfir. Það geta ekki nema mikil skáld. Ég held að þar skilji á milli. Óskaplega mörg ljóðskáld yrkja út úr blýmótum. Þá fer skáldskapurinn á mis við fjölbreytni náttúrunnar. Enginn skyldi halda að svokölluð opinská ljóð séu endilega opin. Þau leyna á sér; segja oft eitt en meina annað; eins og öll góð ljóð.“ Þú ert að skrifa um þína kynslóð í Mörg eru dags augu, og þú ert að skrifa um ungu kynslóðina í landinu, þú ertaðgefa breiða mynd afíslensku samfélagi á þessurn tíma, okkur ogykkur.. . „ ... án þess að gera mér grein fyrir að þetta væri eitthvað nýstárlegt. Sálmarnir voru meðvituð gleði yfir hversdagsleikanum og uppreisn gegn hinni hátíðlegu trú. Hversdagsljóðin voru líklega eðlilegt ffamhald. En þau voru ort af ást, og í þeim er mikið þakklæti yfir þeirri veröld sem ég hafði eignast þrátt fyrir misjafna reynslu mína í æsku. En hið arfborna öryggisleysi togast á við þessa gleði, ég kveið því að missa það sem ég hafði eignast. Ótti við dauðann sótti sterklega á mig, því ekki vildi ég yfirgefa þetta hreiður. Það háði mér um tíma á ferðalögum. Þessi ljóðabálkur er ókaraður hversdags- leiki; eins og maður segi: ég ætla að fá mér jógurt. Óskaplega óskáldlegt. Hvar er hreina skyrtan mín! Þegar ég hef lesið það kvæði þá veltist fólk um af hlátri. Manni dettur ekki í hug að eitthvað sem er fullkomlega eðlilegt geti verið frumlegt. En kannski er það frumlegt, ég veit það ekki.“ 22 TMM 1996:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.