Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 54
Gesti yðar! því ástar óhvikul tryggð til byggða vorra leiðir á vorum vegarslynga tittlinga. Lítillfugl skaust úr lautu, lofaði guð mér ofar, sjálfur sat eg í lautu sárglaður og með tárum. * Felldur em eg viðfoldu frosinn og má ei losast; andi guðs á mig andi, ugglaust mun egþá huggast.1 Matthías Þórðarson, fyrrum þjóðminjavörður, er sá einstaklingur sem mest hefur safnað gögnum til rannsókna á verkum Jónasar Hallgrímssonar. Matthías gróf það upp að við skráningu á dánarbúi séra Hallgríms, föður Jónasar hafi verið „framvísað tvævetrum hrúti og þrevetru trippi, dökkgráu“. Hann ályktar sem svo að þarna séu komnir „óvitringarnir ungu“ og kvæðið Grátittlingurinn sé því ljúfsár æskuminning frá því skáldið var á áttunda ári. í ævisögu Jónasar ítrekar Matthías að kvæðið sé bernskuminning og notar jafnframt tækifærið, eins og jafhan, til þess að víkja góðu að Jónasi, minna á viðkvæmt hjarta listaskáldsins sem ekkert aumt mátti sjá.2 Vel má vera að þetta kvæði eigi sér að einhverju leyti rætur í bernskuminn- ingu Jónasar, en sú vitneskja er heldur haldlítil vegna þess að hún varpar engu ljósi á efni og hugmyndaheim kvæðisins, sem á hinn bóginn hlýtur að kalla á athygli lesanda því margt er þar afar óvenjulegt. Sú tilhneiging að leita skýringa í bernsku skáldsins er líka sprottin af vanmati margra fræðimanna á Jónasi, vanmati sem hefur birst í mýtusköpun og fegrun sem hefur miðað að því að einfalda Jónas Hallgrímsson, verk hans og kvæði, úr öllu hófi. Hvað er verið að segja í kvæðinu? Aleiga lítils drengs, trippið Toppa og hrútur eru í lífshættu vegna óveðurs. Þegar hann er á leið til þeirra daginn eftir til að freista þess að bjarga þeim rekst hann á lítinn grátittling, sem frosinn er við jörðu. Pilturinn hikar ekki heldur leggur munn sinn „á væng þunnan“. I lokaerindinu upplifir drengurinn sjálfan sig eins og fuglinn, áður en hann leysti hans illa dróma — „Felldur em eg við foldu/ frosinn og má ei losast/ andi guðs á mig andi/ ugglaust mun eg þá huggast.“ Fuglinn er frjáls en drengurinn er fallinn og hefur tekið hans stað. Þessi frásögn um erfiða lífsreynslu ungs pilts hvílir augljóslega á trúarleg- um grunni og í raun og veru fjallar kvæðið um ákveðin grundvallaratriði kristinnar kenningar. Þetta endurspeglast í ljóðmálinu sem hefur að uppi- j 52 TMM 1996:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.