Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 57
Það blasir reyndar við hvers vegna kenningar Hegels hlutu svo góðan
hljómgrunn: Hann býður upp á sannfærandi (og gáfulega) lausn á helsta
tilvistarvanda menntamanna um þessar mundir, samspili vísinda og trúar.
Hegel bauð upp á vísindalega og röklega greiningu á kristindómi og sannaði
fyrir mönnum það sem flestir vildu trúa, þ.e. að skynsemi mannsins væru
engin takmörk sett. Hegel var þannig hylltur sem andlegt stórveldi og átti
sér aðdáendur um alla Evrópu, ekki síst í Danmörku sem mestu skiptir fyrir
íslenskt samhengi. íslendingar virðast þó flestir hafa látið sér fátt um finnast
og Hegelsinninn Grímur Thomsen sætti ámæli og aðhlátri fyrir að leggja
trúnað á Hegel.8
í september árið 1834 varð Jacob Peter Mynster (1775-1854) Sjálands-
biskup, en hann hafði árið áður sent frá sér bókina „Betragtninger over de
kristelige Troslærdomme“ sem vakti gífurlega athygli, hafði mikil áhrif á
guðfræðinga og seldist í stóru upplagi. Þrír Fjölnismanna, Jónas, Konráð og
Brynjólfur, tóku að sér að þýða bókina fyrir tilstilli séra Þorgeirs Guðmunds-
sonar, prests á Lálandi og sýnir það ljóslega að hún hefur höfðað að einhverju
leyti til íslendinga.9
í grein Hjalta Hugasonar um guðfræði upplýsingartímans segir að með
bók Mynsters hafi nýrétttrúnaður rutt sér til rúms „innan íslenskrar heim-
ilisguðrækni."10 Eins og nafnið felur í sér fól nýrétttrúnaður í sér nokkurt
afturhvarf til hins gamla rétttrúnaðar og var að sjálfsögðu viðbrögð kirkj-
unnar við mun frjálslyndari guðfræði upplýsingartímans. Mynster var
strangur boðandi og biskup sem var mjög gagnrýninn og á varðbergi gagn-
vart öllum trúarstraumum sem gengu á svig við dönsku ríkiskirkjuna, t.d.
hreyfmgu Grundtvigs, og kallaði því á mótstöðu margra, þótt kennivald hans
hafi verið óskorað í hans biskupstíð.
Eftirmaður hans á biskupsstóli varð síðan Hans Lassen Martensen (1808-
1884), sem þá hafði unnið sér orð sem einhver lærðasti guðfræðingur Dana
og rómaður var fyrir snilli í ræðu og riti. Martensen hafði á yngri árum dvalið
í Þýskalandi og orðið fyrir áhrifum frá bæði rómantískum heimspekingum
og Schleiermacher, en einkum þó Hegel. Þegar Martensen varð lektor í
guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1838 virðast verða þar nokkur
vatnaskil. Að minnsta kosti fær hin afar líflega en um leið flókna og svolítið
þvælna umræða um guðfræði nýja vídd með Martensen. í stað biblíuþýðinga
og hefðbundinna túlkana, tekur Martensen að tala um trúfræði á nýstárlegan
hátt og mildu heimspekilegri en áður hafði tíðkast. Trúfræði hans bar sterkan
svip af kenningum Hegels. Martensen taldi t.d. að í kristinni trú gætu
sameinast vísindaleg rannsókn og heimspekileg hugsun; kristin trú væri þá
e.k. syntesa skv. andstæðukerfi Hegels. Martensen sló í gegn og ungir menn
flykktust á fýrirlestra hans sem kallaðir voru hinn stóri menningaratburður
TMM 1996:3
55