Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 57
Það blasir reyndar við hvers vegna kenningar Hegels hlutu svo góðan hljómgrunn: Hann býður upp á sannfærandi (og gáfulega) lausn á helsta tilvistarvanda menntamanna um þessar mundir, samspili vísinda og trúar. Hegel bauð upp á vísindalega og röklega greiningu á kristindómi og sannaði fyrir mönnum það sem flestir vildu trúa, þ.e. að skynsemi mannsins væru engin takmörk sett. Hegel var þannig hylltur sem andlegt stórveldi og átti sér aðdáendur um alla Evrópu, ekki síst í Danmörku sem mestu skiptir fyrir íslenskt samhengi. íslendingar virðast þó flestir hafa látið sér fátt um finnast og Hegelsinninn Grímur Thomsen sætti ámæli og aðhlátri fyrir að leggja trúnað á Hegel.8 í september árið 1834 varð Jacob Peter Mynster (1775-1854) Sjálands- biskup, en hann hafði árið áður sent frá sér bókina „Betragtninger over de kristelige Troslærdomme“ sem vakti gífurlega athygli, hafði mikil áhrif á guðfræðinga og seldist í stóru upplagi. Þrír Fjölnismanna, Jónas, Konráð og Brynjólfur, tóku að sér að þýða bókina fyrir tilstilli séra Þorgeirs Guðmunds- sonar, prests á Lálandi og sýnir það ljóslega að hún hefur höfðað að einhverju leyti til íslendinga.9 í grein Hjalta Hugasonar um guðfræði upplýsingartímans segir að með bók Mynsters hafi nýrétttrúnaður rutt sér til rúms „innan íslenskrar heim- ilisguðrækni."10 Eins og nafnið felur í sér fól nýrétttrúnaður í sér nokkurt afturhvarf til hins gamla rétttrúnaðar og var að sjálfsögðu viðbrögð kirkj- unnar við mun frjálslyndari guðfræði upplýsingartímans. Mynster var strangur boðandi og biskup sem var mjög gagnrýninn og á varðbergi gagn- vart öllum trúarstraumum sem gengu á svig við dönsku ríkiskirkjuna, t.d. hreyfmgu Grundtvigs, og kallaði því á mótstöðu margra, þótt kennivald hans hafi verið óskorað í hans biskupstíð. Eftirmaður hans á biskupsstóli varð síðan Hans Lassen Martensen (1808- 1884), sem þá hafði unnið sér orð sem einhver lærðasti guðfræðingur Dana og rómaður var fyrir snilli í ræðu og riti. Martensen hafði á yngri árum dvalið í Þýskalandi og orðið fyrir áhrifum frá bæði rómantískum heimspekingum og Schleiermacher, en einkum þó Hegel. Þegar Martensen varð lektor í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1838 virðast verða þar nokkur vatnaskil. Að minnsta kosti fær hin afar líflega en um leið flókna og svolítið þvælna umræða um guðfræði nýja vídd með Martensen. í stað biblíuþýðinga og hefðbundinna túlkana, tekur Martensen að tala um trúfræði á nýstárlegan hátt og mildu heimspekilegri en áður hafði tíðkast. Trúfræði hans bar sterkan svip af kenningum Hegels. Martensen taldi t.d. að í kristinni trú gætu sameinast vísindaleg rannsókn og heimspekileg hugsun; kristin trú væri þá e.k. syntesa skv. andstæðukerfi Hegels. Martensen sló í gegn og ungir menn flykktust á fýrirlestra hans sem kallaðir voru hinn stóri menningaratburður TMM 1996:3 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.