Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 72
ræðu óspart, hugrenningar persónu hans geta komið inn í miðri frásögn sögumanns, sem smýgur inn og út úr hug persóna sinna. Fyrir vikið verður einkennilega hrífandi flæði í frásögninni. 4. Loks er það sérkennandi fyrir Hamsun hvernig hann lýkur köflum (og reyndar byrjar hann þá líka stund- um þannig). í lok síðustu efnisgreinar kaflans kemur stundum ein stutt setning, jafnvel greinaskil á milli, sem fyrir vikið lítur út fyrir að vera merkingarhlaðin, jafnvel táknræn, þótt lesandanum sé ekki alveg ljóst af hverju, þar sem hún er algerlega hversdagsleg á að líta: ísak fór gangandi heimleiðis. Hann hafði klippt af sér sitt mikla skegg. Hann kom aldrei aftur. Svo kemur kvöldið. Hann var friðsamur maður og erfiðsmaður. í sumar kemur tími, koma ráð.11 Kannski er þetta galdur Hamsuns: Lesandanum finnst einsog hann sé að lesa djúpa speki, þegar Hamsun hefur ekki verið að segja neitt. Og meðan stíllinn hrífur okkur með í hrjóstruga og þó heillandi sveitastaðleysu bókar- innar, sýnir írónían okkur fáorðar persónur hennar úr fjarlægð. Því má segja að höfuðþættir frásagnarháttarins vinni hvor gegn öðrum, og hafi þar með áhrif á merkingarheiminn hvor í sína átt. En lítum þá aftur á „boðskapinn“, með þessum formerkjum. Hver er ísak? Ekki vitum við hvaðan hann ber að, en hann er strax í upphafi kynntur fyrir okkur sem hinn fyrsti mennski maður á þessum slóðum (og fylgir þar í kjölfar dýra og lappa, sbr. Gróður jarðar, bls. 7). fsak er einsog nafhið bendir til lifandi kominn úr Gamla testamentinu; hann er á leið ffá mannabyggð, út í náttúruna að nema land. Hann er frumstæður maður, jafnvel dýrslegur þrátt fýrir upphafsorðin, og má hafa fýrstu samfundi hans og Ingigerðar til marks um það: Hann var nú orðinn útfarinn að hugsa, og nú datt honum í hug að hún hefði farið heiman að svo sem í fýrradag og ætlaði bara hingað. Hún hafði kannski heyrt að hann vantaði kvenmannshjálp. Settu þig inn og hvíldu þig eftir gönguna! sagði hann. Þau gengu inn í gammann og átu af nestinu hennar og drukku af geitamjólkinni hans; svo hituðu þau kaffi sem hún hafði með sér í blöðru. Þau gæddu sér á kaffi áður en þau fóru að hátta. Hann svaf hjá henni og ætlaði að éta hana um nóttina og fékk hana (bls. 12). Ingigerður verður eftir hjá fsak, enda hefur hún sínar ástæður til að flýja siðmenninguna. En nokkrum sinnum fer hún aftur til byggða, og mikilvæg- asta ferð hennar er þegar hún er sett í fangelsi. Þar er hún heldur betur 70 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.