Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 128
blær melankólísks söknuðar yfir þess- um sögum, fyrst og fremst vegna þess að öflin sem afhelga, t.d. markaðurinn, eru með opnun sinni að skera á tengsl tákn- anna og það rústa- og brotasafn sem eftir stendur verður aldrei hægt að skeyta saman aftur í fyrri mynd. En samt er þetta brotasafn vettvangur Gyrðis. Sög- ur hans eru þrykkimynd þessa afhelg- unarferlis og í þeim er aldrei leitast við að bregða upp mynd af heimi sem er ósnortinn af afhelguninni því slík myndasýning væri fölsun á þeim veru- leika sem við blasir. Það má því í senn lesa Kvöld í Ijósturninum sem póst- módernískan texta þar sem opinn túlk- unarskilingur er í fyrrirúmi, sem dæmi um „endalausan leik táknmiðanna“, svo notað sé „dekonstrúktívt“ orðalag, og sem and-módernískt verk, sem hugleið- ingu um hvarf, eyðingu og niðurbrot gamalla heimsmynda í ofviðrum nýald- arinnar. Gyrðir er því í senn gagnrýninn á leikinn eins og hann er settur fram í nútímanum og rammann sem gerir hann mögulegan. Hinn póst-módern- íski leikur að brotum sem aldrei mynda fastmótaða heild er órjúfanlegur hluti af efnahagskerfi sem leyfir „fiflalæti“ upp að vissu marki og hvetur til þeirra svo framarlega sem þau hrófli ekki við traustri umgjörðinni, stöðugleikanum. Bókmenntaskilningur seinni ára hefur tekið fagurfræði leiksins upp á arma sína og gert úr henni einskonar nýtt helsi sem virðist ekki lengur eiga sér grund- völl eða réttlætingu í að vera í andstöðu við „alvöruna“. Kenningar um leik og gleði eru settar fram af dogmatískum strangleika sem nægði sjálfsagt til að rota risaeðlu til dauðs af leiðindum en auk þess eru þessar leikkenningar farnar að ganga að því nánast sem vísu að bók- menntirnar séu þversagnakenndar í eðli sínu. Þær séu opið ferli innri mótsagna sem séu að verki í öllum textum ffá öllum tímum. Textar Gyrðis Elíassonar eru vissulega „opin verk“ (svo notað sé hugtak Umberto Eco) en í þeim má einnig sjá megna andúð á afstæðis- hyggjunni sem þar býr að baki. Fjöl- margar sögur í Kvöldi í Ijósturninum hafa slíka andstöðu í forgrunni, t.d. sögurnar „Erindi“, „Komið í hús“ og „Vetrar- myndir úr endurminningasafninu". I þeim öllum er sögumaðurinn staddur í heimi sem var. Hann er innan um gam- alt fólk sem er rótgróið í veruleika þar sem mjög skýr tengsl eru við þennan heim og annan og þar sem rótgróin gildi standa enn föstum fótum í vitund mannsins. Þetta er eðlisþáttur sem ég held að sé mjög einkennandi fyrir smá- prósabækur Gyrðis. Tjáð er von um tengsl við heiminn sem byggist á eftirsjá og sem lifir í minningu um eitthvað um sem er horfið en er lífsnauðsynlegt að halda í. Gyrðir snýr hér hvað afdráttar- lausast baki við við fagurfræðigervingu vitundariðanarins. Hann hafnar því að skapa heim einbærrar fagurfræðilegrar upplifunar og leiks, fyrst og fremst af siðferðislegum ástæðum. Skriftin er leið til að draga ffam eitthvað sem nefna mætti heilindi. Veran vill vera heil með sínum heimi. Hún vill geta gert hann lífvænlegan. Hún vill að í honum ríki líf-gildi. En túlkunarráðgáturnar og þversagn- irnar eru þarna engu að síður og þær skipta miklu máli fyrir skilning okkar á textunum. Þetta er enda sá þáttur í verk- um Gyrðis sem fengið hefur hvað mesta athygli og sem hvað mest hefur verið skrifa um því umbreytingarnar og ham- skiptin undirstrika hve óstöðug „heild“ verunnar eða sjálfsverunnar í textanum er. Umbreytingarnar eru besta dæmið um hvernig hið opna í sögum Gyrðis vinnur. Þær bregða upp mynd af mögu- leikum, af nýjum myndum sjálfsver- 126 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.