Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 132
heimi sem er afmarkaður, ekki bara af
bókarspjöldum heldur einnig af
ákveðnum endurteknum tilfinningum,
steíjum, mótífum og myndum; skáld-
skaparbrögðum sem skáldið beitir til að
marka sér sérstöðu og skapa þann
persónulega blæ sem við köllum höf-
undareinkenni. Af íslenskum samtíma-
höfundum sem einna best hefur tekist
upp í slíkri sköpun persónulegs skáld-
skaparheims má nefna til dæmis Gyrði
Elíasson og Kristínu Ómarsdóttur; sá
sem les bækur þeirra velkist ekki í vafa
um hvar hann er staddur; í heimi þar
sem kennileitin benda öll á skapara sinn
og engan annan. Með þrennu sinni
hefur Ágústínu Jónsdóttur tekist eitt-
hvað álíka og Gyrði og Kristínu; að
smíða úr orðum heim sem er hennar og
getur ekki verið frá öðrum kominn. Það
þýðir þó ekki að sem skáld sé hún laus
undan áhrifavaldi hefðarinnar: annarra
skálda og verka þeirra. Síður en svo, ljóst
er að hún er lesin í ljóðum og sögum og
texti hennar er fullur vísana í ýmsar átt-
ir: í bækur, myndlist og tónlist. En
Ágústína er ekki hermiskjóða, hún er
sjálfstæð í sköpun sinni, kann að nota
arfinn og hefðina og fer vel með hvort
tveggja. Eitt skáld vil ég þó nefha sem
augljósastan áhrifavald (og kannski eig-
um við þar sameiginlegt uppáhalds-
skáld), en það er Stefán Hörður
Grímsson. Vísanir til ljóða hans eru
nokkrar og mér sýnist að af honum hafi
Ágústína lært góða hluti.
II
En hver er sá heimur sem lykur allar
þrjár bækur Ágústínu Jónsdóttur?
Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann
smíðaður? Hverju miðlar hann?
I ljóðinu „Vefskyn“ úr fyrstu bóldnni,
Að baki mánans (Abm, í tilvitnunum),
segir:
Engin orð
án þelsins
sem ljóð mín
spinnast úr
án þín
formlaus ljóðspjöll
engu
að miðla
(Abm, 14)
Sá sem þarna er ávarpaður í 2. persónu
er elskhugi ljóðmælandans og kemur
hann fyrir í mörgum ljóðanna, ýmist
sem þú eða hann, alltaf sá sem ljóðmæl-
andinn elskar og girnist, tregar og þráir.
En eins og ljóðið sýnir er hinn elskaði
meira en viðfang ljóðanna, hann er
einnig aflvaki þeirra og uppspretta. Hér
er skemmtilega leikið með tvöfalda
merkingu orðsins þel þegar ljóðin eru
sögð spinnast úr því þeli sem ljóðmæl-
andinn ber til hins elskaða. Mikil áhersla
er lögð á þetta hlutverk elskhugans sem
uppsprettu skáldskaparins og gaman er
að velta því fyrir sér hvort Ágústína
brjóti hér elcki blað í íslenskri ljóðlistar-
sögu með því að gera karllcyns elskhuga
að „músu“, sem á íslensku heitir skáld-
skapargyðjo; hvort hér sé ekki komið
fyrsta skáldskapargoð íslenskrar Ijóð-
hefðar. Tilvitnaða ljóðið hér að ofan er
úr fyrstu bókinni og það er ekki eina
ljóðið úr þeirri bók þar sem þessi hugs-
un er sett fram. Og í hinum tveimur
síðari er það sama uppi á teningnum. í
Sónötu (Són í tilvitnunum) er t.a.m.
þessi texti:
Æðasláttur textans er rödd hans úr barka
hennar og blóð hans streymir um æðar
hennar uns það sameinast í snjókorni að
baki mánans sem myndar hvert einstakt
orð. Ég sáði orðum.
(Són, 11)
í þessu textabroti sjáum við einnig vísun
í titil fýrstu bókarinnar, jafnvel einnig í
Snjóbirtu (Sn í tilvitnunum), á óbeinan
130
TMM 1996:3