Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 13
ÞÓRBERGUR OG PROUST hrifin sem orðin kölluðu fram í hugann, einatt allt önnur en þau sem orðun- um var ætlað að vekja og samskonar viðleitni hjá Proust í Leiðinni til Swann, þegar hann útleggur kenndirnar sem tiltekin staðarnöfn vöktu með honum. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka fram að það er himinn og haf sem skilur þessar veraldir að: annarsvegar úrsérsprottin auðsæld franskrar háborgara- stéttar og hinsvegar hið nauma líf Islands í blábyrjun þeirrar aldar sem nú er að berja nestið. Og samt - var ekki Suðursveit frönskust allra sveita á í slandi með skúturn- ar svífandi við sjónarrönd? Þær hinar sömu og Þórbergur sagði að hefðu rof- ið hinn lokaða heim æskustöðvanna og seitt sig á braut. Að ekki sé talað um hátíðina þegar þær strönduðu og fjaran breyttist í allsnægtaborð flóandi í koníaki. Já, meira að segja franski fáninn blakti við hún í annáluðu brúð- kaupi foreldra Þórbergs og börnin í Suðursveit böbbluðu á frönsku í leikjum sínum. Báðir eru Proust og Þórbergur að lýsa Paradís sem þeir hafa glatað. Reynd- ar fullyrðir Proust að það sé ekki til önnur paradís en sú sem maður hefur misst. Og viðskilnaður Þórbergs við sína paradís er allur í biblíustærð, sextán ára neytir hann hins forboðna ávaxtar þegar hann drekkur sig drukkinn í sjóreknu koníaki, frönsku, og fer daginn effir að heiman og á ekki aftur- kvæmt nema sem stopull gestur. En æ síðan er Suðursveit honum lifandi brunnur hins einfalda og upprunalega lífs, samanber þegar hann hrópar upp yfir sig á viðkvæmri stundu í Ofvitanum: „0 blessuð Suðursveit! Aldrei hefð- ir þú gert svona!“ - og fargar svo sveindómi sínum. Viðbrögðum við ævisögum Þórbergs og Proust svipar saman: eitt af því sem íslenskum gagnrýnendum ofbauð var lýsingin á húsakynnum á Hala sem tók yfir rúmlega hundrað síður í Steinunum. Og Proust var mjög legið á hálsi fyrir að spandera hundrað síðum í það eitt að festa blund, og öðru eins í það að vakna. En eftirtektarverðasta samsvörunin þykir mér felast í bragðvísi höfundanna: báðir látast vera að rekja kórrétta ævisögu og sefja lesandann til skilyrðislauss fylgilags, en skálda óhikað þegar þeim býður svo við að horfa. Eða eins og Þórbergur segir sjálfur: „f frásagnarsnilli er aðeins einn erfiðleiki. Það er að gera staðleysur að staðreyndum, sem áheyrandinn trúir. Þess vegna kemur snillingur- inn fram fýrir hlustendur sína saklaus í framan eins og nýfæddur kálf- ur“. Báðir létust höfúndarnir síðan frá óloknu verki. Dauðinn hrifsaði pennann úr hendi Proust í miðjum klíðum, en Þórbergur kvaddi lesendur sína í hálf- gerðum styttingi í óendaðri Fjórðu bók. Samtímamenn hans virðast ekki TMM 1999:2 w ww. mm. ís 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.