Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 16
ÞORSTEINN GYLFASON
ekki nógu alþýðuforingjalegur, sendi honum tóninn. Sigurður kvartaði við
Hallbjörn, sem bar sig aumlega yfir þessum dóna úr Eyjum og sagðist ekkert
ráða við hann þótt hann hefði aumkvað sig yfir hann og veitt honum vinnu.
Hallbjörn sagðist meira að segja hafa grun um að strákur væri ekki ráðvand-
ur. „Nú, jæja greyið,“ sagði Sigurður og kvartaði ekki oftar undan honum.
Þegar ég bar þessa sögu undir Sigurð hló hans eins og tröll.
III. Sigurjón Jónsson og Þórbergur
Til er lýsing í sendibréfi eftir Sigurjón Jónsson rithöfund á Mjólkurfélagi
heilagra (þó ekki undir því nafni):
Allir sátu í eldhúsinu. Þórbergur lá alltaf á gæruskinni á gólfinu.
Þarna var ræddur hinn nýrri skáldskapur og pólitík. Beinum fleygð-
um við til Þórbergs á gólfinu sem greip þau á lofti og braut þau til
mergjar með „humoristiskum sans“. Allt var gagnrýnt og sundurtætt
í brennandi háði. Ný sannindi fundust, ný spakmæli fæddust. Kristín
útdeildi kaffi og harðfiski, hélt glaðværðinni sívakandi.2
Hér er svo lýsing eftir Þórberg á Mjólkurfélagsfundi, úr sendibréfi til Vil-
mundar Jónssonar:
Hjá Hallbirni rottar sig saman á kvöldin poletískt hringkríli. Eg hefi
komið þar mörg kvöld, en aldrei heyrt eitt orð talað af viti. Þar ræða
menn um stjórnmál eins og gamalt fólk talaði um norðvestan rokin í
Suðursveit . . . Sigurjón Jónsson æfintýraskáld er tíður gestur í
hringnum. Hann er jafnaðarmaður, en er orðinn svo sljór af neftó-
baksnautn, að hann getur ekki tekið þátt í umræðunum.3
„Ný spakmæli fæddust," segir Sigurjón. Þórbergur rifjaði það upp löngu
seinna að þeir Sigurður Jónasson brúðgumi hefðu á þessum árum iagt stund
á spakmælagerð, einkum til að bregðast við hátíðlegheitunum kringum
Bókina um veginn sem þá voru landlæg.4 Spakmæli þeirra félaga kallar Þór-
bergur íslenzkt taó. Dæmi:
Þegar börnin fæðast falla bækurnar í gólfið
°g
Oft er lagleg stúlka í ljótum bíl.
14
ww w. m m. is
TMM 1999:2