Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 26
Árni Bergmann
Minnisvarði Púshkíns
Bautastein hef ég sjálfur sett mér glæstan, fríðan
og sýnu hærri Alexanders miklu blökk
að merki því mun þjóðbraut troðin síðan
og þangað mæna augu klökk.
Mín bíður aldrei auðn um allar heimsins stundir,
og eins þótt verði bein mín drifhvítt sáld,
míns nafns skal harpan minnast meðan sólu undir
er munað nokkurt skáld.
Mín frægð skal berast Rússlands óravegu víða,
í vegsemd hvíslað nafn þess ljóss er fegurst skein
jafnt viltum túngús, finna og fræknum slafa
sem flatneskjunnar kalmúksvein.
Unnað mér verður; aldrei kann að gleymast þjóðum
minn árnaður, sem nefni ég kórónu míns ljóðs
hvernig á blindri öld eg blés að frelsis glóðum
og bað þeim fótumtroðnu góðs.
Saungharpa, hlýð þú enn sem áður guðs þíns máli
óttalaus gagnvart móðgun, sljó á lof sem hnjóð
sýng áfram! Mundu aðeins, öndvert flóni,
aldjúp í speki, vertu hljóð.
I
Þetta kvæði, sem hér er birt í þýðingu Halldórs Laxness, er ort í ágúst 1836
þegar Alexander Púshkín á aðeins fáeina mánuði ólifða. Það er stílað til sam-
tíðar og framtíðar; því hafa menn lengi viljað sjá í því allt í senn: uppgjör við
samtíðina, stolt mat á eigin skáldskap, erfðaskrá og spásögn.
Púshkín féll í einvígi þann 27 janúar 1837: skáld urðu ekki langlíf á hans
tíð. Hann fæddist fyrir tvö hundruð árum, þann 26 maí 1799. Hann var af
24
www.mm.is
TMM 1999:2