Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 27
MINNISVARÐI PÚSHKÍNS
Alexander Púshkín, portrett.
gamalli aðalsætt en ekki vel stæðri og útlit hans bar því vitni að langafi hans í
móðurætt var blökkumaður í þjónustu Péturs mikla. Púshkín stundaði nám
við menntaskóla fyrir heldri manna syni í Tsarskoje Sélo, skammt ff á Péturs-
borg, og byrjaði þar að yrkja. Að loknu námi 1817 var hann skipaður í mála-
myndastöðu í utanríkisráðuneytinu. En þegar árið 1820 hafði hann með
kveðskap sínum bakað sér óvild Alexanders fyrsta, sem fylgdi sem oftar þeim
rússneska keisarasið að flæma óstýriláta unga menn burt frá höfuðborgum
ríkisins og reyna að gera þá óskaðlega með því móti. Púshkin var sendur í út-
legð til Suður-Rússlands og var þar í umsjón háttsettra embættismanna
næstu fjögur árin. Árin 1824-26 var hann enn í útlegð, nú á óðali foreldra
sinna í Mikhajlovskoje. Hann var því fjarri helstu tíðindum síns tíma: tilraun
nokkurra ungra aðalsmanna til að kollvarpa einveldinu með uppreisn í Pét-
ursborg í desember 1825, skömmu eftir andlát Alexanders keisara og valda-
töku bróður hans, Nikulásar fyrsta. Margir þessara manna, sem í sögunni
hafa fengið nafnið dekabristar, voru vinir Púshkíns, í fórum þeirra fundust
ljóð hans, ekki öll þóknanleg valdhöfum. Fimm af helstu forsprökkunum
voru hengdir, allmargir sendir í útlegð til Síbiríu.
TMM 1999:2
www.mm.is
25