Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 34
ÁRNl BERGMANN faðmi náttúrunnar, en seinni hlutinn (sem ekki komst á prent) lýsir skelfi- legum andstæðum mannlífs og blómlegrar náttúru: Hér drottnar valdhroki óðalsherra óbundinn af lögum og samúð, hér „bera allir þungt þrældómsok til grafar". Með öðrum orðum: hér er lýst þeiri bændaánauð sem lengst stóð Rússum íyrir þrifum og vonast til þess að kvæðið leggi því máli lið að þessi ósvinna verði af numin: Ó, fengi rödd mín hjörtun hrært! Þetta eru hugmyndir sem skáldið á sameiginlegar með jafnöldrum sínum sem eru að stofna með sér leynifélög og leggja á ráðin um annað og betra Rússland. Til eins þeirra, Tsjaadajevs, sem síðar var úrskurðaður geðveikur fyrir skoðanir sínar og settur í stofufangelsi, yrkir hann hvatningarljóð sem endar á frægum orðum: Trúðu mér, félagi, upp skal renna stjarna töfrandi hamingju Rússland vaknar af svefni og á rústum einveldisins munu nöfn okkar skráð! Við þessi dæmi mætti lengi bæta. Samt var Púshkín ekki boðin þátttaka í leynifélögum - einn skólabræðra hans, Púshín, játar það að hann og aðrir verðandi dekabristar hafi ekki treyst honum: hann var of örlyndur, of gefinn fyrir að láta allt íjúka, hann hefði getað komið upp um félaga sína. Þegar svo að uppreisn dekabrista kom veturinn 1825 var Púshkín fjarri vettvangi - hann var enn í útlegð í Míkhajlovskoje eins og áður getur. En hann tók örlög vina sinna nærri sér - hann þekkti þá fimm sem hengdir voru flesta og all- marga þeirra sem sendir voru til refsivistar í Síbiríu. Þangað sendi hann þeim árið 1827 fræga orðsendingu: V glúbíne síbírskih rúd: Haldið stoltu þolgæði ykkar djúpt í námum Síbiríu. Starf ykkar verður ekki til einskis: „þungir hlekkir munu falla, myrkvastofur hrynja og frelsið tekur með gleði á móti ykkur við útgöngudyr og bræður munu fá ykkur sverð í hendur“ ... En áður (haustið 1826) hafði nýr keisari, Nikulás fyrsti, kallað Púshkín fyrir sig. Skáldið neitaði því, sem rétt var, að hafa tekið þátt í óleyfilegum fé- lagsskap en lét um leið í ljós samúð með örlögum uppreisnarmannanna sem hann taldi hafa verið ágæta ættjarðarvini á villigötum. Keisarinn leyfði skáldinu að snúa aftur úr útlegð og búa hvar sem væri í ríkinu, einnig kvaðst hann héðan í frá verða hans eini ritskoðari22. Þessi atburður er upphaf nýs kapítula í sögu samskipta skálds og valds. Púshkín hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppreisnir og ýtrustu frelsiskröfur muni ekki skila árangri. 32 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.