Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 36
ÁRNlBERGMANN laust, að uppreisn Pólverja komi Frökkum og öðrum Evrópumönnum ekk- ert við, þetta er „deila slava sín í milli,“ þið þarna íyrir vestan skiljið ekkert í þessum „gömlu fjölskylduerjum“ - sem snúast um þetta hér (og hér kemur fram rússneskur heimsveldisþanki ómengaður): Hvort munu slavneskir lækir saman renna í rússnesku hafi?... Og ef þið Frakkar, segir Púshkín, ætlið að gera alvöru úr orðum ykkar, þá erum við hvergi smeykir, við höfum séð ykkur áður (hann vísar til Rúss- landsleiðangurs Napóleóns 1812), og nóg pláss er fyrir ykkur í rússneskri mold innan um grafir sem þið ættuð að kannast við! Púshkín er ekki fyrstur og ekki síðastur þeirra sem gagnrýna ástand heima fyrir en gleyma frelsiskröfum á skálmöld þegar við tekur sú þekkta breska af- staða: my conntry, right or wrong. En hér var mjög langt gengið - og skáldið setti ofan fyrir bragðið, því til voru þeir Rússar sem skildu betur pólskan frelsisvilja en hann. Hann fékk og beiska orðsendingu frá mesta skáldi Pól- verja, Adam Miczkiewicz. Þeir Púshkín höfðu orðið mestu mátar þegar Miczkiewicz var í útlegð í Rússlandi (fram til 1829) en nú orti skáldið pólska kvæði „Til rússneskra vina“ þar sem segir á þessa leið: „Verið getur að ein- hver ykkar hafi selt frjálsa sál sína fyrir blíðuhót keisarans... og lofi verk hans leigðri tungu og gleðjist yfir óförum vina sinna.“ Púshkín svaraði með sátt- fúsu kvæði ári síðar - sem hann þó lauk aldrei við. Þar minnti hann á að Miczkiewicz hefði sjálfur talað yfir vinum sínum rússneskum um þá fr amtíð „þegar þjóðirnar gleyma erjum sínum og sameinast í einni fjölskyldu“ - en víkur sér um leið undan því að svara því, hvort það sé sjálfsagt að pólskt skáld fallist á rússneskt húsbóndavald í slavneskri stórfjölskyldu. 23 Pólska skáldið hafði reyndar ekki vikið fyrst og ffemst að viðbrögðum Rússa við pólsku uppreisninni heldur meir að hlutskipti dekabrista sem þeir Púshkín þekktu báðir. Hafði hann brugðist þeim? Svo fannst mörgum strax þegar kvæðið Stansy kom út. Því taldi Púshkín sig þurfa ári síðar að útskýra stöðu sína í kvæðinu Drúzjam (Til vina). Hann gengur hreint til verks: Ég smj aðra ekki þegar ég lofa keisarann sem frj áls maður - og segir að lokum: Illa er komið landi þar sem þrælar einir og smjaðrarar koma nálægt hásætinu En söngvarinn sem himininn kaus sér þegir niðurlútum augum. Sem vel má til sanns vegar færa - hefði Púshkín ekki um leið gengið mjög langt í lofi sínu um Nikulás í sama kvæði: keisarinn hefur rétt mér sína hönd, 34 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.