Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 38
ÁRNI BERGMANN þjóðinni kært fyrir að lofa frelsið á grimmri öld („hvernig á blindri öld ég blés að frelsis glóðum“) var klippt burt. f staðinn kom ljóðrænt klúður: Ég gerði gagn með lifandi töfrum ljóðsins. Þessi falslína var sett á minnisvarða skáldsins árið 1880 þegar Dostojevskíj flutti sína ífægu hyllingarræðu og orð Púshkíns sjálfs um skáldið og frelsið komust ekki á fótstall styttunnar fyrr en eftir byltinguna 1917.26 IV Púshkín lærði margt af glímu sinni við valdið. Meðal annars þá yfirsýn að kunna í senn að sýna því sóma sem mikill einvaldur hefur afrekað ( m.ö.o. eftirlæti hans í rússneskri sögu, Pétur mikli) - og draga skýrt fram um leið, að hver dáð valdsherrans getur snúist í glæp sem bitnar á þeim sem lítils mega sín. Þessi „tvíröddun“ kemur skýrast fram í ágætasta söguljóði skáldsins, Mednij vsadnik (Koparriddarinn) sem ort var 1833. En Kopariddarinn er frægt minnismerki um Pétur mikla eftir Falconet. Kvæðið hefst á inngangi sem lýsir stórum áformum Péturs um að reisa mikla borg við Nevuósa og „höggva opinn glugga til Evrópu." - þetta er glæsilegur kveðskapur og verður erfitt að finna betur ort lof um mikil mann- virki en þennan óð um Pétursborg og sigur keisarans yfir náttúruöflunum. Síðan líða hundrað ár og víkur sögunni að einum af íbúum borgarinnar, Jev- geníj heitir hann. Fátækur skrifari sem á sér litla sæludrauma um unnustu sína Paröshu. En nú skellur á mikill vestanstormur sem steypir af hafi stór- flóði yfir borgina miklu (hér er lýst raunverulegum hamförum sem urðu árið 1824). Þegar veðri slotar og flóðið sjatnar kemst Jevgeníj loks heim að húsi Paröshu, en því hefur þá skolað burt og enginn komist af. Þessi harmur verður til þess að hann gengur af vitinu og fer á flæking. Kvöld eitt kemur hann að styttu Falconets. Hann ásakar Pétur um að hafa reist þessa óláns- borg og hefur í heitingum við hann. Koparriddarinn („skurðgoðið mikla“) sýnist líta reiðilega til hans: Jevgeníj leggur á flótta og heyrir alla nóttina hófatök riddarans á eftir sér og verður þessi reynsla honum að bana. Hér er með táknrænum hætti unnið úr ýmsu því sem lengst hefur haldið vöku fyrir Rússum. Hér er tekin til sögu deilan um sókn Péturs í vesturátt, sem ýmsir hugsandi menn 19. aldar töldu hafa haft fleiri neikvæðar afleið- ingar en opinber saga viðurkenndi. Hér má einnig lesa um oflæti manna: þeir halda sig hafa beislað náttúruna en hún fer sínu ff am hvað sem keisarar áforma. Hér er þó miklu ffemur fjallað um einveldið og alþýðu manna. Rúss- ar sýnast þurfa sterkan leiðtoga og fr amkvæmdamann sem gerir Rússland að 36 www.mm.is TMM 1999:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.