Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 41
MINNISVARÐI PÚSHKÍNS
alltaf að komast hjá því)29. Vill ekki láta vonbrigði ráða geði sínu. Vill ekki
láta óumflýjanleg samskipti stórskálds við valdsmenn smækka sig. Það er
eftirtektarvert að um svipað leyti og Minnisvarðinn er ortur birtir Púshkín
eina af sínum síðustu bókmenntagreinum í tímariti sínu Sovremennik. Hún
er um bréf sem fóru á milli Voltaires og ýmissa frægðarmanna og voru
nýútkomin á bók í París. Þar hefur Púshkín einkum tekið effir vitnisburði
um það, hvernig Voltaire varð sér til minnkunar í samskiptum sínum við
Friðrik annan Prússakonung - enda hafi þeim franska snillingi verið annað
betur gefið en að standa vörð um mannlega reisn sína. Að lokum segir
Púshkín með þeim hita í stílnum sem sýnir að honum finnst þetta mál varða
sig miklu:
„Hvaða ályktun má af þessu draga? Að snillingur er breyskur og það
er nokkur huggun meðalsnápum en hryggir göfug hjörtu og minnir
þau á ófulfkomleika mannsins og svo það, að rithöfundurinn á heima
í vinnustofu sinni, þar er hans staður, og að sjálfstæði og sjálfsvirðing
geta ein hafið okkur upp yfir lágkúru lífsins og sviptibyli örlaganna"
(P. VII, 419-420).
Sama stoltið stýrði penna skáldsins sem orti Minnisvarðann og ákvörðun
mannsins sem nokkrum mánuðum síðar gekk til einvígis til að verja heiður
sinn og konu sinnar og lét svo líf sitt.
Aftanmálsgránar
1 Vladimír Nabokov: Romany, rasskazy, esse. Sankt-Peterbúrg 1993, bls. 237.
2 Andrei Bítov: Statji íz romana. Moskva 1986, bls. 210.
3 A. Sínjavskij, sem dæmdur var til fangabúðavistar fyrir sögur sem birtar voru á Vestur-
löndum, ber þessu vitni í bók sinni Progúlki s Púshkinym. London 1975. Nadezda Mandel-
stam segir frá því hvernig maður hennar, skáldið Osip Mandelstam, sjúkur og hrjáður
maður sem hafði reitt sjálfan Stalín til reiði kemur til sjálfs sín við það eitt að lesa Púshkín:
N.Mandelstam: Vospominanija. New Yorkl970, bls.106.
4 Fyrir þetta kvæði, Smértpoeta, var Lermontov sendur í útlegð til Kákasus - þar féll hann
sjálfur í einvígi fjórum árum síðar.
5 Kvæðið Júbíleijnoje 1924.
6 Ljóðið „Skáld og keisari“ (Poet í tsar) 1931, ritgerðin „Gontsjarova" (1929).
7 Um Púshkínfræði Akhmatovu sjá: Lídija Tsjúkovskaja Zapiski ob Anne Akhmatovoj
1963-66. Moskva 1997, bls 18-42 og víðar.
8 Allgott yfirlit um „arf Púshkíns“ er m.a. að finna í bók L. Grossmans, Púshkin. Moskva
1958, bls. 503-516.
9 Stefnuskráin hét Poshetsjína obshestvennomú vkúsú (Smekk almennings gefið á kjaftinn)
ogbirtist árið 1912.
10 Marína Tsvetajeva: Moj Púshkín. Moskva 1981, bls.10.
TMM 1999:2
w ww. m m. ís
39