Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 43
Sigurður Pálsson
Nokkur orð til minningar
(f. 18. júlí 1921, d. 20. október 1998)
Það er tiltölulega stutt síðan ég kynntist Jóni Óskari, þ.e. manninum, en
skáldinu kynntist ég á menntaskólaárunum, bæði því sem hann frumorti og
þýddi.
Þýðingarnar voru afar mikilvægar á þroskaferli okkar sem vorum að
kvikna til ljóðalífs um miðjan sjöunda áratuginn. Þetta voru okkar fýrstu
alvörukynni af Rimbaud, Baudelaire, Éluard, Saint-John Perse, Apollinaire,
Lautréamont o.fl. en sýnishorn úr verkum þeirra þýddi Jón og birti í bók sem
kom út 1963 með nokkuð ítarlegum formála. Nokkrum árum áður kom út
úrval erlendra nútímaljóða sem þeir Einar Bragi tóku saman. Og Jón Óskar
hafði þegar á þessum árum upp úr 1960 þýtt margt annað sem skipti máli og
nægir að nefha Pláguna eftir Camus og Nashyrningana eftir Ionesco.
Þýðingar stundaði hann áffam og alla tíð og þær myndu nægja til að halda
nafni hans lengi á lofti.
En ljóð hans sjálfs voru okkur líka mjög mikilvæg. Nóttin á herðum okkar
kom út 1958. Þetta er sérkennilega falleg ljóðabók. Mér virðist hún hafa að
geyma nokkur af bestu ljóðum Jóns og sem heild er þetta trúlega hans besta
bók. Myndskreytingar Kristjáns Davíðssonar og bókagerðin öll, samspil
ljóða og mynda, pappírinn, letrið, brotið, heildaráferðin; allt gerir þetta bók-
ina að mjög sérstæðu verki.
Það sem mér þótti mikilvægast í ljóðum Jóns Óskars á þessum árum var
hljómfallið. Seiðandi músíkalskt hljómfall, nákvæmar endurtekningar,
vandratað einstigi milli talmáls og formlegra ljóðmáls. Það er í þessum ljóð-
um mörgum jazzkennd tilfmning, heit og skýr ljóðvitund.
Liðu svo drin
Þá kynntist ég manninum og fýrir það er ég þakklátur. Jón Óskar var eftir-
minnilegur og forvitnilegur persónuleiki. Stundum hafði ég orðið var við
TMM 1999:2 www.inm.is 41