Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 47
BLÍÐAN í AUGUM HENNAR
aldarinnar. Þjóðverjar voru allsstaðar á undanhaldi. Rauði herinn var
kominn í úthverfi Berlínar. Á þeim tíma var ég tuttugu og tveggja ára.
Þú átt að verða iðnaðarmaður, sagði faðir minn.
Það var draumur manna af hans kynslóð. Góð framtíð, að sagt var.
En ég fór úr einu starfi í annað og vildi ekki vera í skólum. Ég ætlaði að
verða tónlistarmaður.
Þú átt að hugsa hátt, sagði faðir minn einn daginn. Þú átt að verða
verkfræðingur.
Hann gleymdi því að ég var ekki hneigður fyrir langskólanám.
Ég held ég yrði ekki góður verkfræðingur, sagði ég. Ætli ég læri ekki
frekar að leika á píanó?
Ég hafði raunar áður byrjað að læra á hljóðfærið og faðir minn lét það
gott heita, en sá ekki mikla ffamtíð í því, sem ekki var von. Síðan fór ég
að leika í danshljómsveit. En þó faðir minn hefði nokkrar áhyggjur af
íf amtíð minni, sagði hann aldrei orð um það við mig, ekki nema: Þú átt
að hugsa hátt, eða: Þú átt að verða verkfræðingur. Hann talaði ekki held-
ur um sjómennsku sína og hvatti mig aldrei til að fara á sjóinn, en ég
vissi að hann hafði verið hörkusjómaður og komist í hann krappann við
að bjarga mannslífum. Hann sagði engar sjóferðasögur. Ég var mikill
kommúnisti og byltingarsinni um þessar mundir, og við sem trúðum á
byltinguna og höfðum lesið Marx og Engels og Lenín og Stalín, við viss-
um að ekki dugðu neinir draumórar, heldur einungis köld skynsemi og
raunsæi, þjóðfélagslegt raunsæi, marxískt raunsæi. Þessa lærdóma gát-
um við meðal annars dregið af heimsstyrjöldinni, - og við vissum að
eftir þetta stríð kæmi betri tíð um heim allan, sjálf heimsbyltingin.
Og nú leið að stríðslokum.
Ég hugsaði sem svo: Nú er takmarkið í nánd. Skynsemi og vísinda-
leg hugsun munu ráða ríkjum eftir þetta, marxismi, díalektísk efnis-
hyggja.
Það var seint í apríl 1945, að faðir minn fór til læknis og var sendur í
röntgen-myndatöku, en það sást ekki neitt á myndunum. Seint í mai
var hann látinn hafa lyf sem ekki gögnuðu. Hann hélt áfram að horast,
varð að hætta allri vinnu, lá ýmist fyrir og reyndi að lesa í bók eða ráf-
aði um húsið.
Þá ákvað læknirinn að það yrði að skera föður minn upp. Hann var
látinn liggja nokkra hríð á spítalanum fyrir uppskurðinn og reynt að
TMM 1999:2
www.mm.is
45