Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 47
BLÍÐAN í AUGUM HENNAR aldarinnar. Þjóðverjar voru allsstaðar á undanhaldi. Rauði herinn var kominn í úthverfi Berlínar. Á þeim tíma var ég tuttugu og tveggja ára. Þú átt að verða iðnaðarmaður, sagði faðir minn. Það var draumur manna af hans kynslóð. Góð framtíð, að sagt var. En ég fór úr einu starfi í annað og vildi ekki vera í skólum. Ég ætlaði að verða tónlistarmaður. Þú átt að hugsa hátt, sagði faðir minn einn daginn. Þú átt að verða verkfræðingur. Hann gleymdi því að ég var ekki hneigður fyrir langskólanám. Ég held ég yrði ekki góður verkfræðingur, sagði ég. Ætli ég læri ekki frekar að leika á píanó? Ég hafði raunar áður byrjað að læra á hljóðfærið og faðir minn lét það gott heita, en sá ekki mikla ffamtíð í því, sem ekki var von. Síðan fór ég að leika í danshljómsveit. En þó faðir minn hefði nokkrar áhyggjur af íf amtíð minni, sagði hann aldrei orð um það við mig, ekki nema: Þú átt að hugsa hátt, eða: Þú átt að verða verkfræðingur. Hann talaði ekki held- ur um sjómennsku sína og hvatti mig aldrei til að fara á sjóinn, en ég vissi að hann hafði verið hörkusjómaður og komist í hann krappann við að bjarga mannslífum. Hann sagði engar sjóferðasögur. Ég var mikill kommúnisti og byltingarsinni um þessar mundir, og við sem trúðum á byltinguna og höfðum lesið Marx og Engels og Lenín og Stalín, við viss- um að ekki dugðu neinir draumórar, heldur einungis köld skynsemi og raunsæi, þjóðfélagslegt raunsæi, marxískt raunsæi. Þessa lærdóma gát- um við meðal annars dregið af heimsstyrjöldinni, - og við vissum að eftir þetta stríð kæmi betri tíð um heim allan, sjálf heimsbyltingin. Og nú leið að stríðslokum. Ég hugsaði sem svo: Nú er takmarkið í nánd. Skynsemi og vísinda- leg hugsun munu ráða ríkjum eftir þetta, marxismi, díalektísk efnis- hyggja. Það var seint í apríl 1945, að faðir minn fór til læknis og var sendur í röntgen-myndatöku, en það sást ekki neitt á myndunum. Seint í mai var hann látinn hafa lyf sem ekki gögnuðu. Hann hélt áfram að horast, varð að hætta allri vinnu, lá ýmist fyrir og reyndi að lesa í bók eða ráf- aði um húsið. Þá ákvað læknirinn að það yrði að skera föður minn upp. Hann var látinn liggja nokkra hríð á spítalanum fyrir uppskurðinn og reynt að TMM 1999:2 www.mm.is 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.